Skírnir - 01.01.1946, Page 114
112
Björn Þórðarson
Skírnir
hafi verið maður fær um að setja saman sögu og segja
skemmtilega frá. Þorkell raunarmaður var sendimaður
Þorgils til þeirra Hrafns Oddssonar og Sturlu Þórðar-
sonar til þess að flytja þeim fregnina um, að Þorgils væri
ekki von til aðfarar með þeim að Gizuri Þorvaldssyni.
Þorkell er heimildarmaður um, hvernig þeim Hrafni og
liði hans varð við þessi tíðindi, en Gunnlaugur prestur
segir söguna eins og hún er sögð 1 Þorgils sögu. Er Þor-
gils dvaldist með Heinreki biskupi í þetta sinn, frá því
um jól og fram undir föstu, varð Þorgils að skipa sumum
manna sinna til vistar annars staðar. Tveir þeirra voru að
Stað í Reyninesi með Páli Kolbeinssyni (220. k. Sturl.).
Er ekki ósennilegt, að Gunnlaugur hafi verið annar þeirra,
því að biskup var svo siðavandur, að honum gazt ekki að
presti og vildi varna honum kirkju vegna þess, að hann
var kvæntur, og ekki láta hann skipa virðingarsæti undir
borðum. En hverjir sem Snæfellingarnir hafa verið, þá
voru þeir frá æskustöðvum Guðríðar Þorbjarnardóttur,
formóður Staðarmanna, og gátu þá hvorir miðlað öðrum
þeim fróðleik, sem er söguefni Eir. s. r. — Á næstu árum
hefur fundum Karlsefnisniðja og Snæfellinga oft borið
saman, og skulu hér aðeins nefndir tveir atburðir. Árið
1259 hélt Sturla Þórðarson að Stað í Reyninesi síðara
brúðkaup Ingibjargar dóttur sinnar. Voru þá í fylgd með
honum tuttugu menn, þar á meðal er nafngreindur Sig-
hvatur Böðvarsson frá Stað á Ölduhrygg (324. k. Sturl.).
Þá skal minnt á það atriði, sem ef til viil er ekki hið óveru-
legasta, þegar rætt er um ritun Þorfinns sögu karlsefnis,
að Kálfur Brandsson Kolbeinssonar kvæntist árið 1259
Guðnýju Sturludóttur Þórðarsonar (324. k. Sturl.).
Vér sjáum því aftur og aftur á þessum árum saman-
komna alla þá aðilja, sem gögnin hafa til ritunar Eir. s. r.
Hver þeirra um sig getur lagt af mörkum skerf til ritunar
sögunnar og til þess að gera hana úr garði að fullu og
öllu eins og hún er til vor komin. Þegar þessar aðstæður
eru sannanlega fyrir hendi, ætti að minnsta kosti að mega
vænta þess, að hætt verði að bera á borð þá skrítnu og