Skírnir - 01.01.1946, Side 115
Skírnir
Eiríks sag’a rauða
113
ótrúlegu getgátu góðra manna, „að skipt hafi verið um
upphaf sögunnar af einhverjum ritara, sem þekkti Landn.
(o: Stb.) og tók frásagnir hennar fram yfir, af því að þær
hafi verið fyllri".1)
Jansson ræðir um ritunarstað Eir. s. r. og kemst að
þeirri niðurstöðu, að innanhéraðsmaður á Snæfellsnesi
hafi ritað hana. Þessu til sönnunar bendir hann á, hvern-
ig áttir eru greindar í III. kap. sögunnar, og staðþekk-
ingu höfundar. Leggur hann sérstaka áherzlu á þetta síð-
ara atriði, af því að staðarnöfnin Hellisvellir og Þorgeirs-
fell komi hvergi fyrir í ,,sagolitteraturen“, það er í íslend-
ingasögum í þrengri merkingu, nema í Eir. s. r.2) Þetta
er efalaust rétt, þar sem þessi fræðimaður hefur rann-
sakað þetta sérstaklega. Þrátt fyrir þetta vill nú svo ein-
kennilega til, að bæjarnafnið Þorgeiísfell, sem óneitan-
lega vegur meira í Eir. s. r. en Hellisvellir, er nefnt á öðr-
um stað í íslenzkum bókmenntum frá 13. öld en í Eir. s. r.,
og einungis á einum öðrum stað, það er í Þorgils sögu
skarða. Þau atvik liggja til þess, að Þorgils setti saman
hú á Stað á Ölduhrygg, og um skipan hans í sambandi við
þetta segir meðal annars á þessa leið:
„Þorgils fekk Gunnlaugi land á Hítarnesi, ok bjó hann
þar, en Þórðr fór til Staðar ok Aldís, ok var hon
þar fyrir búi, ok fekk Þorgils þeim land at Þorgeirs-
felli“ (243. k. Sturl.).
Menn þeir, er hér koma við sögu auk Þorgils, eru Gunn-
laugur prestur Hallfreðarson og Þórður Hítnesingur. Það
er sérstakur viðburður í lífi þessara manna beggja, sem
gerir þeim þessa jörð hugstæða. Er hér fyrir hendi stað-
reynd, sem styrkir þá skoðun á eftirminnilegan hátt, að
tengsl séu á milli höfunda þeirra rita, sem gerð eru hér
að umtalsefni.
1) Jón Jóhannesson: Gerðir Landnámabókar, bls. 99, nm.
2) Jansson: Áður nefnt rit, bls. 269.
8