Skírnir - 01.01.1946, Page 117
Skírnir
Eiríks saga rauða
115
bezti bóndi“. (96.) Þess hefur verið getið til, að höfundur
hafi haft í huga Þorkel farserk í Hvalseyjarfirði.1) En
þar sem næg ástæða er til að ætla, að höfundur hafi verið
gagnkunnugur því, sem segir í Landnámu um landnám í
Grænlandi, er líklegt, að hann hefði látið kenningarnafn-
ið fylgja, ef hann hefði haft þann Þorkel í huga. Það er
allt eins líklegt, að Þorkell bóndi á Herjólfsnesi sé heitinn
í höfuðið á Þorkeli raunarmanni.
I Eir. s. r. er kyndug smásaga, sem stendur í engu sam-
bandi við efni sögunnar að öðru leyti, og mætti kippa
burt án þess nokkur misfella yrði á sögunni, nema síður
væri, eða til tjóns fyrir hana. Þetta er frásögnin um ævin-
týri Leifs í Suðureyjum. Við nánari athugun virðist það
og bersýnilegt, að sá, er söguna setti saman, hafi síðar
skotið inn kaflanum „En er Leifr sigldi . . . Ólafs kon-
ungs Tryggvasonar“. Innskotið hefur slitið beinan og ein-
faldan söguþráð og haft í för með sér við báða enda dá-
litla misfellu og endurtekning. Hlutur Leifs í ævintýrinu
lýsir hvorki höfðingsskap eða göfugmennsku á hans hlið.
Hann flekar stórættaða konu, yfirgefur hana síðan van-
færa, en víkur að henni gjöfum, ekki stórgjöfum. Hún
leggur fast að honum um að mega fylgja honum, en hann
synjar og ber nú fyrir, að hún hafi ekki frændaráð til far-
arinnar. Hún hefur þá í heitingum við hann, og má skilja
á frásögninni, að þær hafi orðið að áhrínsorðum. Ávöxtur
samfara þeirra verður sonur, er nefndist Þorgils. Var það
sögn sumra manna, að hann „kæmi til íslands fyrir Fróð-
árundr um sumarit“ og þótti eigi „kynjalaust“ um hann
verða áður en lauk. Þessa sonar Leifs getur hvergi annars
staðar.
Það þarf ekki að efa það, að höfundur Eir. s. r. hefur
vitað góð skil á sögnunum um undrin á Fróðá og á hvaða
tíma þau voru talin hafa gerzt, en samkvæmt Eyrbyggju
hófust þau sama sumarið og kristni var lögtekin hér á
landi eða árið eftir veru Leifs í Suðureyjum. Þetta úti-
1) Halldór Hermannsson: The Vinland Sagas, 1944, bls. 33.
8*