Skírnir - 01.01.1946, Page 120
1X8
Björn Þórðarson
Skírnir
gilsi fansk um þenna draum“ (Sturl. II, bls. 243). Hér
var önnur draumkona á ferð og hafði barnsskikkju á herð-
um. Hvað fannst Þorgilsi mest um í þessum draumi?
Til samanburðar við þögn Þorgils sögu um samfarir
þeirra Þorgils og Guðrúnar, er rétt að minna á þessa skil-
merkilegu frásögn: „reið Gizurr vestr yfir heiði með nökk-
ura menn til Langadals í Geitaskarð til Gunnars Klængs-
sonar ok tók til sín Ingibjörgu Gunnarsdóttur til frillu ok
unni henni brátt mikit; hón var sköruleg kona ok góð við-
fangs fyrir margra hluta sakir. Fór hon heim í Ás með
honum“ (262. k. SturL). Ef hag Guðrúnar hefði verið
eitthvað líkt farið og systur hennar, mundi Þorgils saga
ekki hafa látið þess ógetið. Þögn hennar í þessum efnum
vekur einmitt grun um, að þar hafi ekki farið allt með
felldu, og að Þorgilsi hafi farizt við Guðrúnu ekki ósvipað
Leifi í skiptunum við Þórgunnu.
Annars virðist höfundur Eir. s. r. með nafninu á syni
Leifs reyndar gefa oss beinlínis lykilinn að ráðningu þeirr-
ar gátu, hvert hann er að fara með sérsögu sinni um dvöl
Leifs í Suðureyjum. Þessi sagnaglaði höfundur lætur
ósagða söguna um kynjarnar á síðustu stundum Þorgils
áður en lífi hans lauk. Af hverju? Af því að sú saga var
skráð annars staðar — í sögu Þorgils skarða.
V.
Eins og áður var minnzt á, eru allar líkur fyrir því, að
saga Þorgils skarða sjálfs hafi verið rituð á árunum kring-
um 1260 eða litlu síðar, enda var eftirmálum hans ekki
lokið fyrr en snemma á árinu 1262. Hvað hnýtt kann að
hafa verið aftan við þá sögu síðar af frásögnum um við-
burði, sem ekki standa í sambandi við aðalsöguna, skiptir
ekki máli um það, sem hér er gert að umtalsefni. Þá virð-
ist það ekki geta verið efamál, að þeir, er standa að ritun
sögunnar, séu mágar Þorgils, Þórður Hítnesingur og Gunn-
laugur prestur Hallfreðarson, og ef til vill að einhverju
leyti Sturla Þórðarson. Það virðist alveg óþarfi að binda