Skírnir - 01.01.1946, Síða 122
Peter Hallberg
Um söguna af Jóni Hreggviðssvni,
Árna Árnasyni og Snæfríði íslandssól
I.
íslandsklukkan (1943), Hið Ijósa man (1944) og Eldur
í Kaupinhafn (1946) er fyrsta skáldsaga sögulegs efnis,
sem Halldór Kiljan Laxness hefur samið. En öllum þrem-
ur bindunum lætur höfundurinn fylgja þau ummæli, að
bók þessa sé ekki að skoða sem „sagnfræðilega skáld-
sögu“, þar sem persónur hennar, atburðir og stíll lúti ein-
vörðungu lögmálum verksins sjálfs. í grein, sem H. K. L.
skrifaði í Tímarit Máls og menningar 1. hefti 1945, Minn-
isgreinar um fornsögur, gefur hann nánari skýringu á
þessari aðvörun til lesendanna. Hann gagnrýnir þá skoð-
un, að íslendingasögur séu eins konar sagnfræði. Höfund-
ur Njálu fylgir „þeirri reglu góðra skálda að sveigja sagn-
fræðina undir listaverkið" (40). Á Njálu beri að líta sem
skáldverk. Og gildi „skáldverks fer ekki hvað síst eftir
því, hve heill, óháður og sjálfbjarga heimur það er, þess
umkomið, sjálfstæður veruleiki, að bergnema svo hlust-
andann að hann efist ekki á stund flutníngsins að ,,satt“
sé sagt; það er leyndardómur sefjunarinnar. Að þessu
leyti er sagnlist gagnstæð sagnfræði“ (40). Það er ekki
hlutverk skáldsins að skýra frá því, sem hefur átt sér
stað á ákveðnum tíma í ákveðnu umhverfi. Sú skylda
hvílir á sagnfræðingnum, sem er að skrá atburði liðins
tíma, á dómaranum, sem er að semja réttarskjal. Hlut-
verk skáldsins er að „skapa listræna blekkíngu“ (39), seg-
ir H. K. L. I viðtali, sem birtist í Þjóðviljanum 23. des.
1944, lýsir hann sjálfur meðferð á sögulegum atburðum