Skírnir - 01.01.1946, Síða 123
Skírnir
Um söguna af Jóni Hregg'viðssyni
121
og persónum í seinustu skáldsögu sinni: „Mér dettur ekki
í hug að ég hafi í þessum sögum búið til umhverfi 17. ald-
ar, hef einungis reynt að búa til trúlegt, sennilegt um-
hverfi, sjálfu sér samkvæmt innan þess ramma sem verkið
setur mér.“ Bækur eins og íslandsklukkan og Hið Ijósa
man eru því ,,jafn ósagnfræðilegar og t. d. Njála“. Sá,
sem vill afla sér þekkingar á tíma Jóns Hreggviðssonar
og Árna Magnússonar, mun ekki leita til 1slandsklukk-
unnar. Hann mun reyna að forðast eftir beztu getu „list-
ræna blekkíngu“. Þar með er ekki sagt, að skáldsagna-
höfundur geti farið með allar sögulegar staðreyndir eftir
geðþótta sínum. Það má ekki úa og grúa af tímaskekkjum
hjá honum. Það má ekki láta Arnas Arnæus senda sím-
skeyti til Snæfríðar frá Kaupinhafn eða Jón Hreggviðs-
son lesa Þjóðviljann. Þá er maður dottinn ofan í skopleik
þeirrar tegundar, sem sænskir stúdentar nefna „spex“.
Það verður að gera þá kröfu, að umhverfið sé „sennilegt“,
sennilegt frá sjónarmiði lesandans. Það má ekki brjóta
átakanlega í bága við hugmyndir almennings um þann
tíma, sem myndar leiksvið sögunnar. Vitanlega breytast
þessar hugmyndir frá öld til aldar, frá kynslóð til kyn-
slóðar. Esaias Tegnér lýsti í ljóðaflokki sínum (1825) um
Friðþjóf og Ingibjörgu fornnorrænu lífi samkvæmt þekk-
ingu sinnar samtíðar og kröfum hennar til norrænnar
hetju. En nútímahöfundar, eins og Linklater og Frans G.
Bengtsson, hafa í skáldsögum sínum brugðið upp allt öðr-
um myndum af þessum forfeðrum okkar.
Ég efast ekki um, að H. K. L. hafi í skáldsögu sinni tek-
izt ágætlega að sefja lesendur sína, þröngva þeim til að
sjá öld Jóns Hreggviðssonar augum höfundarins. Og ég
gæti bezt trúað því, að þessi lýsing eigi eftir að móta hug-
myndir manna um þetta tímabil í sögu Islands. Svo sterk
geta áhrif sagnlistarinnar verið, að blekking hennar stenzt
vel samkeppnina við sagnfræðina — þó að skáldið hafi
varað okkur. En að þessu sinni er hættulaust að gefast á
vald þeirrar sefjunar, sem höfundurinn beitir. H. K. L.
þekkir þann tíma, sem hann er að tala um, betur en lang-