Skírnir - 01.01.1946, Page 124
122
Peter Hallberg
Skírnir
flestir lesendur hans. I viðtalinu getur hann þess, að Jón
Helgason prófessor hafi þegar árið 1924 bent honum á
sögu Jóns Hreggviðssonar og hans langa stríð gegn rang-
læti — og réttlæti. Skáldið var lengi með 17. öldina í huga
og reyndi að kynna sér anda hennar í ritum frá þeim tíma.
Sérstaklega reyndist honum Hallgrímur Pétursson góður
leiðsögumaður. Um 1934 samdi H. K. L. stutt yfirlit, 10-20
blaðsíður, um gang sögunnar allrar. Hann hefur þá ekki
tekið undirbúninginn léttúðlega. Jafnvel þegar hann vitn-
ar í íslandsklukkunni „til ýmissa atburða, sem virðast
tómt grín og vitleysa“, getur hann sannað þá úr miklu
ritverki um hernaðarsögu Danaveldis. Mál Jóns Hregg-
viðssonar hefur hann kynnt sér af skjölunum sjálfum, en
þau fékk hann að láni frá Árnasafni í Höfn. Ef borin er
saman grein Jóhanns Gunnars Ólafssonar: Óbótamál Jóns
Hreggviðssonar á Rein (Helgafell 1943, júlí-ágúst) við
skáldsöguna, kemst maður að þeirri niðurstöðu, að H. K. L.
fylgi heimildunum miklu nánar en lesandann hefði grun-
að. Hinn raunverulegi Jón Hreggviðsson var samkvæmt
vitnisburði samtíðar sinnar „í lægra lagi en að meðal-
vexti, réttvaxinn, þykkvaxinn, fótagildur, með litla hönd,
koldökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, mó-
eygður, gráfölur í andliti, snarlegur og harðlegur í fasi“
(284). Seinni hluti þessarar lýsingar er tekinn uþp næst-
um því orðrétt í íslandsklukkuna, þar sem Jón stendur
fyrir dómurum sínum á Alþingi „handsmár, koldökkur á
hár og skegg og gráfölur í andliti, móeygður, snarlegur í
fasi og harðlegur“ (94). Og lýsing H. K. L. á atburðun-
um í sambandi við andlát hins kónglega böðuls Sigurðar
Snorrasonar er nákvæmlega sniðin eftir frásögn Jóns
Hreggviðssonar sjálfs. Samkvæmt þeirri heimild heitir
sýslumaður á menn sína að taka Jón höndum með orðunum:
„og takið hann nú í Jesú nafni“ (286) og segir síðan við
hann: „Þú skalt ekki flækjast fleiri húsa milli“ (286). I
skáldsögunni kemst þessi valdsmaður svo að orði: „Og
grípið hann nú í Jesú nafni“ (48), og hann leggur sjálfur
járn á bóndann með því fyrirheiti, að sá „skyldi ekki fleiri