Skírnir - 01.01.1946, Page 125
Skírnir
Um söguna af Jóni Hreggviðssyni
123
hús draga yfir höfuð sér“ (49). Mér þykir ekki ólíklegt,
að sumum íslendingum hafi fundizt lýsing H. K. L. á
heimili Jóns Kristsbónda nokkuð ljót og eitt dæmi um
hneigð þessa skálds að bregða upp ógeðslegum og hneýksl-
anlegum myndum af mannlegu lífi. En þessi einkennilega
f jölskylda á sér spegilmynd í heimildunum. í bréfi til Árna
Magnússonar segir Jón frá „háaldraðri móður, heilsulaus-
um syni, sem auk þess var bilaður á geði, holdsveikri dótt-
ur, holdsveikri systur og ennfremur holdsveikum kven-
manni, skyldmenni mínu“ (290). Á hinn bóginn var hin-
um sögulega Jóni Hreggviðssyni ekki bjargað undan öx-
inni á Alþingi af hinu Ijósa mani eða nokkurri konu ann-
arri. Hann flýði sjálfur úr varðhaldi að Bessastöðum.
Hér hefur skáldið af ásettu ráði sveigt „sagnfræðina und-
ir listaverkið“. Lögmál þess skipar honum að tengja örlög
þeirra Jóns, Snæfríðar og Árna saman. Þar að auki gefur
þessi breyting honum tækifæri að bregða upp ógleyman-
legri mynd frá Þingvöllum, af svörtum tötramanni og
ungri, bjartri stúlku. Skáldið hefur notað frelsi sitt til
þess að skapa einn minnistæðasta kafla sögunnar. Um
Arnas Arnæus segir H. K. L. í viðtalinu, að hann sæki
margt til Árna Magnússonar, en hafi einnig drætti frá
Skúla Magnússyni. Og bóndinn í Bræðratungu „hét að
vísu Magnús Sigurðsson, en kona hans hét Þórdís. Hún
flýði frá manni sínum, sem hafði ætlað að drepa hana
með hníf og var í kynnum við Árna Magnússon þegar
hann var í Skálholti; í skjölum um málið er vitnað til tíð-
leika milli þeirra í æsku. Magnús kærði Árna og lét lesa
kæruskjal í Skálholtskirkju og urðu af þessu öllu mikil
málaferli. Þórdís og biskupsfrúin voru systur, en ekki dæt-
ur lögmanns, eins og í sögunni. Biskupinn á ekkert skylt
við Jón Vídalín og dómkirkjupresturinn á sér ekki neina
sögulega fyrirmynd.“
Það væri ef til vill fróðlegt að bera skáldsöguna nánar
saman við hinar sögulegu staðreyndir aldarinnar. En ég
efast um, að þess háttar rannsókn myndi auka skilning
manna á listaverkinu. Hún gæti meira að segja villt mönn-