Skírnir - 01.01.1946, Page 126
124
Peter Hallberg
Skírnir
um sýn, dregið athyglina frá sagnlistinni til sagnfræð-
innar.
Dæmin hér að framan sýna, að skáld notfæra sér sögu-
leg efni á svipaðan hátt og nútíma efni. í báðum tilfellum
eru persónur þeirra engar ljósmyndir af mönnum, sem
lifa eða hafa lifað. Þær eiga rætur sínar víða, eru mót-
aðar af reynslu höfundarins af náungum sínum og — ekki
sízt — af sjálfum sér. Arnas Arnæus er ekki Árni Magn-
ússon, og Pétur Þríhross í sögunni um Ljósvíkinginn er
ekki — já, hver veit? Hvorugur þeirra hefur nokkurn
tíma fengið skírnarvottorð eða verið skrásettur í mann-
talsskýrslu og er að því leyti óháður öllum „veruleika“.
Þeir lúta báðir eingöngu lögmálum þess heims, sem skáld-
ið hefur skapað þeim.
II.
Sérstakt vandamál í listrænni meðferð á sögulegu efni
er málið sjálft. Höfundurinn verður að vara sig ekki að-
eins á ýmsum hlutum og fyrirbrigðum, heldur einnig á
orðum og orðatiltækjum. Ef málið hefur alltof mikinn
blæ af nútímanum, er hætt við, að það spilli sefjun lista-
verksins. Á hinn bóginn er auðvitað óhugsandi að stæla,
út í æsar mál þess tíma, er sagan fjallar um. Það gæti
orðið málfræðilegt afrek, en varla lifandi list. Skáldið
verður að styðjast við málkennd samtíðarmanna sinna,
þegar hann leitast við að gefa máli sínu lit af tungu lið-
innar aldar. Lipurð og smekkvísi eru eins mikilvæg í þessu
sambandi og þekking. H. K. L. vantar hvorugt. Hann
fléttar eftir atvikum latneskar setningar og dönskuslettur
inn í samtöl manna og stælir kirkjumál og réttarmál 17.
aldar. En þessi orðatiltæki eru aldrei látin verða takmark
í sjálfu sér. Skáldið hefur þau algerlega á valdi sínu. Mér
finnast samtölin í þessari bók yfirleitt ágæt dæmi þess,
hve frjálslega höfundurinn beitir því máli, sem hann hef-
ur valið sögu sinni. Enginn talar þar eins og hinir, heldur
hver samkvæmt sínu eðli. Jón Hreggviðsson orðhákur,