Skírnir - 01.01.1946, Page 128
126
Peter Hallberg
Skírnir
hefur einu sinni komizt að orði. Gömlu móður Jóns Hregg-
viðssonar tekur hann tali „seinmæltur, lítillátur og fas-
laus einsog dalamaður sem hefur hugsað margt einn sam-
an“ (Klukkan 40). í návist göfugra kvenna mælir hann
með fágaðri kurteisi veraldarmannsins. Sem embættis-
maður og málaflutningsmaður föðurlands síns beitir hann
allri þeirri rökfræði, sem hann á yfir að ráða. — En dóm-
kirkjupresturinn felur tilfinningar sínar og mannlegt eðli
bak við ský guðfræðilegra orðatiltækja.
Þegar höfundur sögulegrar skáldsögu hefur ekki full-
komið váld yfir þeim málbúningi, sem hann hefur kosið
sér, getur verið nokkur hætta á, að persónur hans fari að
tala mjög á einn veg, með forneskjulegum hátíðasvip.
Maður verður ekki var við þá hættu hjá H. K. L. Fimi
hans í meðferð málsins á drjúgan þátt í því, að persónur
sögunnar öðlast líf og sál fyrir augum okkar. Við þekkj-
um þær strax af málfari þeirra.
III.
f ritdómum um íslandsklukkuna hefur verið bent á
skyldleika hennar við íslendingasögur. Það er hverjum
lesanda augljóst, að aðferð höfundarins að lýsa mönnum
og atburðum á mikið skylt við hinar sígildu miðaldabók-
menntir íslendinga. í áðurnefndu viðtali játar H. K. L.,
að hann hafi af ásettu ráði reynt að temja sér frásagnar-
hátt íslendingasagna, og gerir um leið nokkrar athuga-
semdir um stíl ýmissa tíma og samband þess við þekkingu
og lífsskoðun manna. „Fyrir hundrað árum var viðkvæmn-
in tízka hjá rómantíkurunum. Nú er tízka að vera með ein-
hverja kaldhæðni í stað viðkvæmninnar. Ég hef verið að
reyna að æfa mig í að forðast þetta hvorttveggja, komast
í annað plan en þessi hugsunarháttur liggur í, reyna að
sjá hlutina utan frá í stað innan frá.“ f þeirri viðleitni
hefur skáldið getað tekið sér íslenzkar „skáldsögur frá
13. öld“, eins og Njálu, til fyrirmyndar. Þær eru á máli
H. K. L. „hlutlægar“, gagnstætt bókmenntum seinni tíma,