Skírnir - 01.01.1946, Page 129
Skírnir
Um söguna af Jóni Hreg’g’viðssyni
127
sem séu yfirleitt „andlægar“. En nútímanáttúrufræðin
um manninn hafi „kollvarpað andlægu sálarfræðinni, svo
ekki er hægt að telja hana annað en eftirhreytur af trúar-
heimspeki, sem hefur aðeins menningarsögulega þýðingu.
í andlægu sálarfræðinni gerast hlutirnir í „sálarfylgsn-
um“ manna, á einhverjum dulrænum sviðum, en hlutræna
sálarfræðin skýrir frá árangrum náttúrufræðirannsókna
á taugakerfi manna og dýra.“ H. K. L. heldur því fram,
að bækur „eins og fornsögurnar og íslandsklukkan gætu
fremur verið byggðar á lífsskoðun manna sem þekktu
hlutræna sálarfræði en flestar aðrar. Hugsunum og til-
finningum er lýst með tali og líkamlegum viðbrögðum, en
hlutirnir gerast ekki í sálarfylgsnum“.
Það má samkvæmt mínum skilningi ekki túlka þessi orð
svo, að íslandskluJckan væri „vísindalegri“ eða yfirleitt
sannari lýsing á lífi manna en t. d. sagan um Ljósvíking-
inn eftir sama höfund. Hér er eingöngu að ræða um tvær
mismunandi aðferðir að „skapa listræna blekkíngu“. Þeg-
ar skáldið lætur okkur gægjast inn í innstu „sálarfylgsni“
Ólafs Kárasonar, þá treður hann aðrar brautir en nútíma
sálarfræðingur eins og James B. Watson. Það er hægt að
sjá og heyra, hvað menn gera og segja, en það er ekki
hægt að vita, hvað þeir hugsa og hvað þá dreymir — nema
þeir segi okkur frá því sjálfir. Ólafi Kárasyni er ekki lýst
aðallega „með tali og líkamlegum viðbrögðum“, heldur
segir höfundurinn okkur frá hugsunum hans og tilfinn-
ingum. Það er þá H. K. L„ sem hefur léð Ólafi sína eigin
sál. Þegar við erum hins vegar viðstaddir hýðingu Jóns
Hreggviðssonar í íslandsklukkunni, sjáum við aðeins
hreyfingar líkamans undir svipunni, en fáum ekki að vita,
hvað maðurinn hugsar. Tilfinningum hans er lýst ein-
göngu með „líkamlegum viðbrögðum“. Við erum í heimi
staðreynda en ekki trúarheimspeki. Og þó: staðreyndir?
Erum við ekki í þessu sem í hinu tilfellinu undir áhrifum
skáldsins, töframannsins? Það erum ekki við, sem sjáum
Jón Hreggviðsson fyrir framan okkur, það er H. K. L„
sem lánar okkur augu sín að sjá með. Jón Hreggviðsson