Skírnir - 01.01.1946, Page 130
128
Peter Hallberg
Skírnir
er, eigi síður en Ólafur Kárason, sjónhverfing, en ekki
lýsing á neinum lifandi manni.
Skáldið á ekki að skoða sem eins konar vísindamann,
skrásetjanda þeirra hluta, sem fyrir augu hans ber. Vís-
indamaðurinn er bundinn við staðreyndir. Þær ráða rann-
sóknum hans, eða eiga að minnsta kosti að gera það. Skáld-
in — hlutlæg ekki síður en andlæg — skapa sjálf sínar
staðreyndir, móta þær samkvæmt kröfum listarinnar. Með
þessum fyrirvara er óhætt að skrifa undir ummæli H. K. L.
í viðtalinu. Af mikilli snilld beitir hann í sögu sinni hin-
um hlutlæga frásagnarhætti Islendingasagna. Ég ætla að-
eins að taka enn eitt dæmi af handahófi, frásögnina af
komu Snæfríðar á Alþingi til þess að fá mál Jóns Hregg-
viðssonar tekið fyrir á ný: „En eina nótt nær þínglausn-
um, þegar lögréttumenn voru skriðnir undir gæruskinn
sín, reið gestur á Þíngvöll. Það var kona. Hún reið í fylgd
þriggja sveina með mörgum hestum austan vellina úr átt
frá Kaldadal sem aðskilur landsfjórðúnga. Þessi láng-
ferðakona sté af baki fyrir utan amtmannsbúð og gekk
þegar á fund þess manns Beyers sem fór með umboð léns-
herrans. Þegar hún hafði staðið við litla stund gerði amt-
maðurinn boð eftir vísilögmanni og var hann vakinn og
gekk til amtmannsbúðar. Um það sem gerðist á þessum
fundi voru ekki aðrir til frásagna. Skömmu síðar reið
gestkonan burt aftur af Þingvelli." (Eldur 75.) Að hætti
íslendingasagna lætur H. K. L. í veðri vaka, að hann segi
ekki neitt, sem væri ekki hægt að sanna með vitnum. En
auðvitað veit skáldið nákvæmlega eins mikið og hann vill
um þessa hluti, þar sem hann hefur búið þá til sjálfur.
Hér eru vissulega „ekki aðrir til frásagna" en höfundur-
inn Halldór Kiljan Laxness. Hann hefði vel getað látið
okkur hlusta á samtal þeirra Snæfríðar, hefði hann ekki
einmitt lagt það á sig sjálfur að laumast ekki inn á lokaða
fundi manna.
Það er að vísu hægt að finna í þessari skáldsögu lýsing-
ar, sem brjóta í bága við aðaleinkenni frásagnarháttar