Skírnir - 01.01.1946, Page 131
Skírnir
Um söguna af Jóni Hregg'viðssyni
129
hennar. Þegar Jón Hreggviðsson er kominn heim frá út-
löndum, hittir hann Snæfríði að máli. Samtal þeirra snýst
m. a. um réttlætið. Jón segist ekki kæra sig neitt um, hvort
hann sé saklaus eða sekur. Og er Snæfríður spyr, hvort
hann hafi ekki hlaupið yfir „mjúk og hörð lönd“ einmitt
í von um réttlæti, svarar hann: „Ég er múgamaður og skil
ekki nema það sem ég þreifa á. Öxi skil ég. Og vatn í
könnu. Fátækur maður þykist góður ef hann bjargar lífi
sínu.“ (Hið ljósa man 108.) Þessi orð virðast fela í sér
mótsögn. Ef Jón hefði ekki skilið neitt nema þessa áþreif-
anlega hluti, þá hefði hann heldur ekki getað sagt frá því
á þennan hátt. Orð hans sýna einmitt, að hann er fær um
að sjá sjálfan sig frá sjónarmiði, sem hann segist ekki
skilja! En ef til vill á þetta að vera eitt dæmi um hræsni
hans? Þó að Jón sé vafalaust fjölhæfur náungi, finnast
mér sumar lýsingar hans á Snæfríði grunsamlega skáld-
legar. Samtal hans við konu Arnas Arnæuss endar í ljóð-
rænum lofsöng til hins ljósa mans: „Hvurnin búin? Með
gullband um sig miðja þar rauður loginn brann, kona góð.
Hún er klædd einsog álfkonan hefur altaf verið klædd á
íslandi. Hún kemur bláklædd í gulli og silfri þángað sem
einn svartur morðhundur liggur barinn. Og þó var hún
best klædd þegar búið var að færa hana í grodda og stór-
gubb af húsgángsstelpum og hórkonum, og horfði á Jón
Hreggviðsson þeim augum sem munu ríkja yfir Islandi
þann dag sem afgángurinn af veröldinni er fallinn á sín-
um illverkum.“ (Eldur 145.) Varla hefur Jón getað lært
af Pontusrímum eldri að haga orðum sínum þannig. Mér
þykir líklegra, að hér hafi skáldið sjálft tekið til máls
fyrir hönd Skagabóndans. Annars er ekki sízt aðdáunar-
vert, hve vel höfundinum hefur tekizt að halda sér innan
við sjóndeildarhring Jóns Hreggviðssonar í þeim köflum,
har sem þetta á við. Mér er einna minnistæðust lýsingin
á Rotterdammi: „Strætin í býnum lágu í einkennilegum
hlykkjum, ekki óáþekt sárinu í ormsmognum viði, en garð-
ar manna og húsabæir stóðu fast saman, með gaflöð á
9
L