Skírnir - 01.01.1946, Page 132
130
Peter Hallbtrg
Skírnir
hæð við klettabelti og burstir einsog tinda; voru strætin
líkust maðkaveitu, full með fólk, hesta og vagna, og sýnd-
ust honum í fyrstu allir á hlaupum einsog eldur væri uppi.
Þó varð honum starsýnast á hrossin, en þau voru næst
hvalfiskum stærstar skepnur sem hann hafði séð.
f Hollandi voru allir menn ef ekki stórhöfðíngjar, þá
stertimenni, mátti gánga svo leingi að hvergi sá mann
undir sýslumannsstandi ef reikna skyldi af klæðaburði,
í öllum áttum voru parruk og fjaðrahattar, spænskir krag-
ar og danskir skór, og kápur svo víðar að af einni hefði
mátt skera klæði handa velflestum fátækum börnum í
Akranesshreppi.“ (Klukkan 151.) Þessi orð eru að vísu
ekki lögð í munn Jóns. Á yfirborðinu er þetta frásögn höf-
undarins. En í reyndinni eru hér athugasemdir og líking-
ar sniðnar eftir þeim hugmyndum, sem við höfum gert
okkur um Jón sjálfan. Þær lýsa viðhorfi hins íslenzka
sveitamanns til stórborgarinnar. Við getum vel ímyndað
okkur, að Jón hafi á gamalsaldri sagt barnabörnunum frá
ævintýrum sínum einmitt þannig.
H. K. L. hefur þrátt fyrir allt ekki rígneglt sig við frá-
sagnarhátt íslendingasagna, enda væri sennilega vonlaust
að reyna að gera það. En á traustum grundvelli þeirra
hefur skáldið mótað sér stíl, sem er í fullu samræmi við
efnið. Manni finnst loksins alveg sjálfsagt, að þessi saga
skuli vera sögð einmitt eins og hann hefur gert það. Bak
við þetta afrek hlýtur að liggja ekki aðeins óvenjuleg rit-
snilld, heldur einnig hörð og einbeitt vinna. H. K. L. hefur
komizt svo að orði um höfund Njálu, að hann beygi „stíl
sinn miskunnarlaust undir meinlætafullan sjálfsaga“
(Minnisgreinar 53). En þau orð eiga í fullum mæli einnig
við um höfund íslandsklukkunnar. Mér finnst þetta bera
á sinn hátt vitni um samhengið í íslenzkum bókmenntum
og sýna, hvílík orkulind hin sígildu skáldverk 13. aldar eru
íslenzkum skáldum enn í dag.