Skírnir - 01.01.1946, Page 134
132
Peter Hallberg’
Skírnir
kenningar sínar um iðrun og refsingu (Eldur 107). Það
er eins og þau töluðu ekki sama mál. í samtölum þeirra
hefur H. K. L. að vissu leyti lýst þeim andstæðum, sem
hann talar um í Minnisgreinum sínum. Hann segir þar um
hina fornu norrænu erfð og kristindóminn: „þó þessar
tvær stefnur rynnu leingi í einum farvegi á íslandi er
snertíng þeirra einsog kalds vatns við bráðið blý“ (27).
Dómkirkjuprestinum er og vel ljóst, hvar hugsunarhátt-
ur Snæfríðar á uppruna sinn: „Ég hef altaf vitað að túnga
skáldakynsins forfeðra yðar og formæðra er af heiðinni
rót“ (Hið ljósa man 85).
Arnas Arnæus hefur vitaskuld hugsað meira um trú-
mál en hin tvö. En kristin trú virðist hafa litla þýðingu
fyrir lífsskoðun hans. Hann er efagjarn heimsmaður, sér
hlutina frá ýmsum hliðum, eins og kemur í ljós í svari
hans, þegar hin rétttrúaða biskupsfrú spyr, hvort hann
vilji halda því fram, að „til geti verið tvennskonar réttur
sannleikur, annar fyrir suðurheim, hinn fyrir norður-
heim“: „Það er til fjall í Kinninni fyrir norðan, sem heitir
Bakrángi ef maður sér austaná það, Ógaungufjall ef mað-
ur stendur fyrir vestan það, en utanaf Skjálfanda kalla
sjófarendur það Galta.“ (Hið ljósa man 148.) I þessum
sama kafla lætur H. K. L. Arnas Arnæus að sumu leyti
gerast talsmann kaþólskunnar gagnvart Lútherstrúnni.
Árna getur stundum „fundist Marteinn Lúter hafa verið
skrýtilegur afdalakall, að fara að deila um frelsi sálar-
innar“ við mann eins og Leó tíunda (160). Lýsing hans á
mannfjöldanum í Rómaborg orkar á mig, sem væri hún
gerð af manni, er þekkir trúna af eigin reynslu. Ef til vill
hefði H. K. L. ekki skrifað þennan kafla þannig, hefði
hann ekki einu sinni sjálfur verið undir sterkum áhrifum
frá kaþólskri trú. Þó getur verið, að samúðarhugur Arnas
Arnæuss til hennar sé frekar fagurfræðilegs en trúarlegs
eðlis. Hin kaþólska kirkja hefur á ýmsum tímabilum haft
talsverð áhrif einmitt á skáld og listhneigða menn. Síðast
en ekki sízt á andúð Árna á lúterskunni rætur sínar að
rekja til þess hlutverks, sem hún hefur að áliti hans haft