Skírnir - 01.01.1946, Page 135
Skírnir
Um söguna af Jóni Hreggviðssyni
133
í sögu íslands. Hún hafi veikt hina pólitísku afstöðu lands-
ins. Fyrr á dögum „stríddi Danakonúngur við sterkt vald
á fslandi, innlent og þjóðlegt, íslensku kirkjuna, stofnun
sem var nokkurskonar jafngildi og samheiti íslensks sjálfs-
forræðis, og þó snar þáttur þeirrar almennu og alþjóðlegu
kristni sem rómverska kirkjan táknaði; og þannig átti ís-
lenska kirkjan að jábróður þýska keisarann, sem eftir eðli
og uppruna keisaradæmisins var í bandalagi við hinn
heilaga stól Rómu. Nú er siík stofnun ekki leingur til á fs-
landi meðþví Danakonúngar létu útþurka íslensku kirkj-
una sem veraldarvald og afmá hana lir menskum hjört-
um sem siðferðisvald, en-innleiddu í staðinn svonefnda
Lutheri villu, sem hefur það markmið að gera rán og grip-
deildir fursta að guðslögum.“ (Eldur 172.)
Þau Jón, Snæfríður og Arnas Arnæus eru ekki einungis
furðanlega ósnortin af kristilegri trú á 17. öld, þessari
miklu trúaröld. Þau eru jafnvel laus við hið sérstaka
siðferði kristindómsins. Jóni Hreggviðssyni er að kalla
alveg sama um sekt og sakleysi, réttlæti og óréttlæti. Hann
kannast áreiðanlega ekki við samvizkubit. Þegar um er að
gera að bjarga sjálfum sér, beitir hann stundum ljótum
brögðum. Snæfríður hefur einu sinni forðað honum und-
an öxinni. En þegar honum finnst seinna útlit í máli sínu
óvænlegt, reynir hann að knýja hana til að gerast formæl-
andi hans og hikar ekki við að hóta henni: „Þetta ljóta
gráa höfuð, það mætti sosum vel f júka. En hvað segir mín
jómfrú ef öxin slæmist um leið á þá hálsa sem hærra ber?“
(Hið ljósa man 109.) Við svar hennar fellur hann á kné
á gólfinu og fer að gráta og kjökra. En það er aðeins upp-
gerð; hvarmarnir á honum eru þurrir.
Hjá Jóni er augsýnilega um algera siðblindu að ræða.
Viðhorf Snæfríðar er á vissan hátt óljósara. En hún virð-
ist að minnsta kosti ekki bera mikla virðingu fyrir þeim
siðferðilegu kenningum, sem hún hlýtur að vera uppalin í.
Sem ungri stúlku finnst henni t. d. „hlægilegt að kóng-
legrar maiestatis böðull skyldi vera myrtur af ótíndum
skálki; mér er sem ég sjái óvalinn syndara'prédika yfir