Skírnir - 01.01.1946, Page 136
134
Petei' Hallberg'
Skírnir
dómkirkjuprestinum! eða er kanski einginn vandi að drepa
mann?“ (Klukkan 109.) Hún er tilbúin að játa eða neita
sekt sinni í hórdómsmálinu eingöngu með tilliti til þess,
hvaða afleiðingar orð hennar geta haft í för með sér. Satt
eða ósatt skiptir ekki máli. Og hún leiðir mál föður síns
til lykta, án þess að leggja þá spurningu fyrir sig, hvor
aðilinn hafi á réttu að standa. Einn aðalþátturinn í eðlis-
fari hennar er ættarstolt — og stolt yfirleitt. Faðir henn-
ar notar sér þetta til að hafa áhrif á hana. „Þú ert af
bestu ættum landsins. Þú og systir þín eruð einu persón-
urnar á landinu sem eru betur ættaðar en ég sjálfur“
(Klukkan 117), segir lögmaðurinn við dóttur sína, þegar
honum finnst hún tala léttúðlega um hór og réttlæti. Hún
heyrist aldrei kvarta undan eiginmanni sínum eða viður-
kenna fyrir öðrum, að hann sé ræfill. Þegar Magnús er
fallinn í sekt vegna ákæruskjalsins á hendur Arnas Arn-
æus, lætur hún afhenda bónda sínum Bræðratungu, eign
sína: „Ég vil, ef bóndi skal sóttur til eignamissis fyrir
orð sín, að þar sé gildur maður fyrir, en ekki öreigi.“ (Hið
ljósa man 245.) Þegar Jón á Vatni er búinn að narra óðal-
ið af Magnúsi og kemur í heimsókn til hans ásamt sýslu-
manninum, tengdaföður sínum, til að ganga frá kaupinu,
fer sýslumaður á fund Snæfríðar, sem hann þekkir vel.
Hann spjallar við hana sem heimsmaður og aðdáandi
hennar. Við skilnaðinn biður hann Snæfríði að þiggja
vænsta klárinn sinn og skilur hann eftir á hlaðinu. En
hún skipar húskörlum sínum að slátra hestinum, festa
hausinn uppá stöng og láta hann snúa suður að Hjálm-
holti, bæ sýslumanns. Það lítur út fyrir, að hið ljósa man
sé hér að stæla hinar skapstóru formæður sínar. Manni
kemur því ekki á óvart, að biskupsfrúin skuli segja við
hana: „ég veit þú ert líkari formæðrum okkar en ég“ (Hið
ljósa man 39). Við þekkjum stolt Snæfríðar frá mörgum
konum íslendingasagna. Það er þetta stolt, frekar en
kristin siðferðislögmál, sem ræður gerðum hennar.
Af röksemdafærslu Árna í samtölum hans við Snæfríði
fáum við skýrari hugmynd um það siðferði, eða skort á