Skírnir - 01.01.1946, Side 137
Skírnir
Um sög'una af Jóni Hreg'gviðssyni
135
siðferði, sem einkennir aðaipersónur skáldsögunnar. „Ekk-
ert hefur gerst nema hægt sé að sanna það,“ segir Arnas,
og hann reynir að réttlæta þetta sjónarmið með því að
vitna í ýmis dæmi liðinna alda. „Fyrri menn á íslandi
voru aungvir skynskiptíngar, sagði hann. Þeir innleiddu
að vísu kristinn dóm; en þeir bönnuðu mönnum ekki að
blóta — ef það var gert á iaun. í Persíá var ekki bannað
að ljúga, hver mátti sem vildi ef hann gerði það svo senni-
lega að einginn kynni afsanna við hann. En hver sem laug
svo upp kæmist var haldinn fyrir dára og ef hann laug í
annað sinn svo bert yrði var hann talinn fantur; ef sann-
aðist á hann lvgi í þriðja sinn var skorin úr honum túng-
an. Svipuð voru þeirra lög sem réðu fyrir Egyptó, að þar
var eigi alleinasta leyfilegt, heldur og loflegt haldið að
stela, en væri nokkur maður fundinn í sjálfu þjófnaðar-
verkinu skyldu báðar hans hendur afhöggvast við öxl.“
(Hið ljósa man 213.) I öðru samtali gerir hann lítið úr
samvizkunni: „Samviska mannsins er valtur dómari á rétt
og rángt, sagði hann. Hún er aðeins sá hundur í oss, þó
misvel vaninn, sem hlýðnast húsbónda sínum, lögboði um-
hverfisins. Hún getur átt góðan eða vondan húsbónda
eftir atvikum. Stundum getur hún átt húsbónda sem sjálf-
ur er skálkur.“ (Hið ljósa man 167.) Það mætti ef til vill
kalla viðhorf Árna, eins og það birtist hér, viðhorf lög-
fræðingsins. Glæpur er glæpur, aðeins ef hann kemur í
Ijós og verður sannaður á mann. Það liggur í augum uppi,
að þessi skoðun brýtur algerlega i bága við einstaklings-
hvggju kristinnar trúar, kenninguna um samvizku manns-
ins sem dómara um gott og illt. Dómkirkjupresturinn
bendir sjálfur á þetta, þegar hann svarar orðum Snæfríð-
ar um Jón Hreggviðsson og böðulinn: „fátækur klerkur
stránglega uppalinn í hinum guðfræðilegu sannindum um
frjálsræði mannlegs vilja í vali góðs og ills skilur ekki hin
léttúðugu úngmeyarsjónarmið af kyni blóma þaðan sem
mannlegur verknaður sýnist óháður lögmáli, og ekki að-
eins syndir, heldur höfuðglæpir eru ýmist taldir hlægi-