Skírnir - 01.01.1946, Page 138
136
Peter Hallberg
Skírnir
legir ellegar spurt hvort vandi sé að fremja þá“ (Klukk-
an 109).
Lífsviðhorf þeirra Jóns, Snæfríðar og Árna er ef til
vill í betra samræmi við forna örlagatrú en við kristinn
dóm. Arnas segir við Snæfríði: „Örlögin ráða skipkom-
um, guðirnir. Það er sannað í Islendíngasögum.“ (Hið
ljósa man 200.) Þegar Jón Grindvíkingur tilkynnir herra
sínum, að eldur sé kominn upp í Kaupinhafn og geti náð
í „þau dýru membrana, íslands líf“, svarar Arnas: „Skálda
er komin til þjófa. Og lögmannsbókina góðu lét ég liggja
þó mér væri gefin hún. Nú er best goðin ráði. Ég er þreytt-
ur.“ (Eldur 183.) Hann er þá hættur að reyna að hafa
áhrif á rás viðburðanna, hefur gefizt upp fyrir örlögun-
um. Þó ber líklega að skoða þetta tal meira sem skáldlegar
líkingar en sem vitnisburð um raunverulega trú á örlög
og goð.
Snæfríður virðist hafa einhverja ófreskisgáfu, sem gef-
ur henni vitneskju um, hvað er að koma, um örlög hennar.
Hún sendi Jón Hreggviðsson frá Þingvöllum með skilaboð
til Árna. Sextán árum seinna segir hún þessum forna ást-
vini sínum: „Ég vissi þú mundir ekki koma aftur, en ég
ásakaði þig ekki: ég myrti ást mína viljandi nóttina á
undan, gafst Magnúsi í Bræðratúngu í fyrsta sinn.“ (Hið
ljósa man 203.) Hún velur heldur það versta en það næst-
bezta. I samtali við systur sína kemst hún svo að orði:
„Ég var altaf sú kona sem ekkert fullnægir. Þessvegna
hef ég valið mér hlutskipti — og sætt mig við það.“ (Hið
ljósa man 43.) Snæfríður sér ekki eftir að hafa gifzt
Magnúsi. Hún tekur kvörtunarlaust afleiðingunum af
stöðu sinni sem kona þessa manns. Henni dettur ekki í
hug, að Magnús geti orðið annar maður en hann er. Þetta
hlutskipti er henni áskapað. Þegar við sjáum hið ljósa
man í síðasta kafla sögunnar ríða yfir Þingvelli, dökk-
klætt, með eiginmanni sínum Sigurði Sveinssyni, kjörn-
um biskupi til Skálholts, finnst okkur hún altaf hafa vit-
að, að þetta mundu verða örlög hennar.
I lokabindi sögunnar er okkur yfirleitt, eins og sæjum