Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 139
Skírnir
Um söguna af Jóni Hvegg-viðssyni
137
við uppfyllast einmitt „þau inexorabilia, forlög og römm
atkvæði, sem fram skulu koma“. Með þessum orðum hefur
H. K. L. lýst lífsviðhorfi Njálu (Minnisgreinar 35). Það
lítur út fyrir, að hann hafi sjálfur í skáldsögu sinni viljað
láta óhjákvæmileg örlög stjórna atburðarásinni. 1 þessu
sambandi má benda á, að bókin Hið Ijósa man hét Inex-
orabilia, meðan hún var í smíðum. Orðið sjálft kemur
einu sinni fyrir í þessari bók (140), en er þá lagt í munn
dómkirkjuprestsins og virðist hjá honum eiga við refs-
ingu syndanna.
Ef verk mannsins eru honum fyrir fram ákveðin og
ekki um neitt val milli góðs og ills að ræða, þá verður
vitaskuld siðferðilegur dómur um hann hégómi. „Siðferði-
legir dómar um Njálupersónur verða barnalegir og hlægi-
legir. Maðurinn hlýtur eingin himnesk laun fyrir sín góðu
verk og hann er ekki ábyrgur hermdarverka sinna gagn-
vart æðri máttarvöldum, verk hans voru kosin honum,
ásköpuð, og eingi má sköpum renna.“ (Minnisgreinar
34.) H. K. L. er jafn-hlutlaus gagnvart persónum sínum
og höfundur Njálu og lýsir þeim á þann hátt, að lesand-
inn finnur litla hvöt hjá sér að kveða upp siðferðilega
dóma yfir þeim. Hann forðast ekki að skrásetja samvizku-
samlega álit andstæðinga á Arnas Arnæusi. Lögmaðurinn
segir við dóttur sína: „Þó Arnas Arnæus gæti við þér
fagran svein, og ekki alleinasta hefði dómkirkjuprestur-
inn og griðkonurnar staðið hann að verki, heldur og svo
biskupinn og biskupsfrúin, þá mundi sá maður ekki láta
við numið fyr en hann hefði aflað sér úrskurðar frá kjör-
furstum, keisurum og páfum að þú hefðir átt barnið með
húsgángsdrussa." (Hið Ijósa man 278.) Dómkirkjuprest-
urinn lýsir einu sinni Árna sem manninum „með hina
klofnu túngu snáksins“ (Hið ljósa man 220). Það er auð-
vitað í sjálfu sér ekki undarlegt, að andstæðingar Arnas
Arnæuss skyldu láta þessa skoðun í ljós. En hitt er at-
hyglisvert, að lesandinn verður að viðurkenna, að ummæli
lögmannsins og prestsins séu að mörgu leyti sanngjörn.
Þau lýsa eiginleikum Árna, sem liggja í augum uppi. Sá