Skírnir - 01.01.1946, Page 140
138
Peter Hallbevg'
Skírnir
sem vilcli leggja siðferðilegan mæiikvarða á hann, gæti
fundið honum margt til foráttu í þessari bók. En, sem
sagt, það mun varla nokkrum manni detta í hug. Við verð-
um meira að segja að sætta okkur við jafn forhertan bófa
og Jón Marteinsson og líta á hann eingöngu sem skrítið
fyrirbrigði.
Sem sameiginlegt einkenni margra íslendingasagna og
þessarar skáldsögu H. Iv. L. mætti loksins nefna, að mála-
ferli mynda uppistöðu sögunnar. Eins og oft í íslendinga-
sögum verða þau einnig hér liður í harðri valdabaráttu,
einkennilegur blendingur af hinni ýtrustu regludýrkun og
skefjalausri beitingu aflsmunar.
V.
Það þarf ekki að athuga bókamarkað nútímans lengi til
þess að komast að raun um, að „sögulegar skáldsögur“
skipa þar mikið rúm og njóta mikilla vinsælda hjá al-
menningi. Af þeim sænsku skáldsögum, sem undanfarin
ár hafa selzt mest í Svíþjóð, koma fvrst tvær bækur sögu-
legs efnis: Röde Orm eftir Frans G. Bengtsson og Rkl i
natt! eftir Vilhelm Moberg. En þó að þær séu báðar tald-
ar með „sögulegum skáldsögum“, er varla hægt að hugsa
sér meiri andstæður en þessar tvær bækur. í raun og veru
má út frá þeim skipta þvílíkum sögum í tvo flokka. Röde
Orm fjallar um fornnorræna menn og lýsir daglegu lífi
og ævintýrum þeirra í gamansömum stíl, sem hefur nokk-
urn blæ af frásagnarhætti íslendingasagna. Ekkert í þess-
ari bók snertir vandamál nútímans. Höfundurinn lokar
augunum fyrir öllu kringum sig til þess að gefast á vald
annarrar, ókunnugrar veraldar. 1 Rid i natt! er hins vegar
hið sögulega allt annars eðlis. Bókin segir frá sænskum
bændum á 17. öld og frelsisbaráttu þeirra gegn óðalsherr-
um sínum. En umhverfi og tími skipta í þessu sambandi
litlu máli. Það, sem snertir okkur i þessari bók, er ekki
fjarlægðin og' allt það, sem veldur því, að við gleymum
nútímanum, heldur þvert á móti það, sem við eigum sam-