Skírnir - 01.01.1946, Síða 141
Skírnir
Um sög'una af Jóni Hregg'viðssyni
139
eiginlegt með þessum forfeðrum okkar. Lýsing Mobergs
á baráttu þeirra neyddi lesandann að gera sér Ijósari þær
hugsjónir, sem um var barizt á þeim tíma, þegar bókin
kom út. Það voru atburðir þessara ára, sem gæddu söguna
sérstöku lífi. En ef tilgangurinn hefur verið sá, hvers
vegna skrifaði Moberg þá ekki blátt áfram um það, sem
var að gerast kringum okkur? Ástæðurnar geta verið
fleiri en ein. M. a. hefur sögulegt efni sína kosti fyrir
skáld, sem ætlar að flytja lesendum sínum boðskap. Við
vitum ekki eins nákvæmlega um liðnar aldir og um okkar
tíma. Hugmyndir okkar um þær eru lausar við öll þau
smáatriði, sem gera línurnar óskýrar og villa okkur sýn
á meginatriðunum. Að því leyti hefur höfundurinn frjáls-
ari hendur í meðferð fortíðarinnar. Og á hinn bóginn:
með því að velja sögunni fjarlægt umhverfi, gerir hann
okkur ljósara, að nútíminn stendur ekki einangraður með
vandamál sín. Um það, sem nú er barizt, var barizt á 17.
öld, í Smálöndum í Svíþjóð, og um það verður ef til vill
alltaf barizt.
Þegar etazráðið spyr Arnas Arnæus, hvað íslendingar
segi sjálfir um þá fyrirætlun konungsins að selja land
þeirra, er honum svarað: „íslenskir, sagði Arnæus. Hver
spvr ærulaust fólk? Þeirra hlutverk er það eitt að leggja
sína sögu á minnið til betri tíða.“ (Eldur 70.) Vissulega
hafa íslendingar lagt sögu sína á minnið betur en flestar
þjóðir aðrar. Ein orsök þess hlýtur að vera sú staðreynd,
sem Sigurður Nordal bendir á í bók sinni íslenzk menn-
ing: „íslendingar eru eina þjóð í Norðurálfu, sem man
til upphafs síns.“ (42.) Þetta hefur án efa glætt áhuga ís-
lenzks almennings á sögu sinni. En ég ímynda mér, að hér
komi einnig annað til greina. Saga íslenzku þjóðarinnar
um margar aldir hefur verið saga um baráttu fyrir frelsi.
En þjóð, sem á í slíkri baráttu, er hættulegt að gleyma for-
tíðinni. Islendingar hafa þurft á sögu sinni að halda. Hún
hefur verið þeim ómissandi veganesti á erfiðri leið. Það
er eðlilegt, ef Islendingum hefur á seinustu árum verið
oftar en annars hugsað til sögu sinnar. Endurheimt full-