Skírnir - 01.01.1946, Síða 142
140 Peter Hallberg Skírnir
veldisins eftir margra alda baráttu hefur gefið þeim sér-
staka ástæðu að líta um öxl.
Það er því varla tilviljun, að H. K. L. skuli hafa samið
þessa skáldsögu sína einmitt á þessum tímamótum í sögu
þjóðarinnar. Á tíma, þegar ísland verður fullvalda ríki
og atvinnulíf landsins er í meiri blóma en nokkru
sinni áður, minnir hann landa sína á, að forfeður þeirra
hafi búið við ófrelsi og fjárhagslega kúgun. En hann
sýnir þeim líka, hvaða leið þjóðin hefur farið til þess að
sigrast á erfiðleikunum. Ásbjörn Jóakimsson, einn af
raunabræðrum Jóns Hreggviðssonar í holunni að Bessa-
stöðum, sættir sig við örlög sín, af því hann veit, að þau
skipta litlu máli, þegar um framtíð íslendinga er að ræða:
,,ég er eins og hver annar ónefndur maður, farinn að
heilsu, bráðum dauður. Afturámóti mun íslenzka þjóðin
lifa um aldir ef hún lætur ekki undan hvaðsem ádynur"
(Klukkan 58). Þjóðarmeðvitund þessa manns veitir hon-
um óbilandi kjark til þess að leggja fram sinn skerf í
stríðinu á móti hinum erlendu valdsmönnum. Fyrir Arnas
Arnæus er mál Jóns Hreggviðssonar aðeins einn liður í
míklu víðtækara samhengi: „Þitt mál kemur þér sjálfum
lítið við Jón Hreggviðsson. Það er miklu stærra mál.
Hverjum er að borgnara þó höfuð eins betlara sé leyst?
Ein þjóð lifir ekki af náð.“ (Klukkan 215.) Þegar Arnas
virðir fyrir sér „þennan mann sem hafði verið strýktur
á Kjalardal, járnaður á Bessastöðum, dæmdur við Öxará,
barinn á þjóðvegum Hollands, sendur í gálga af þýðversk-
um, settur í spænska treyu útí Lukkstað, og sat nú hér
gestur hans við hliðina á stígvélinu sínu, stígvéli kóngs-
ins, og vildi lifa“ (Klukkan 215) — þá verður Jón Hregg-
viðsson honum — og okkur — meira en einstaklingur.
Hann verður tákn þeirrar þjóðar, sem lætur ekki undan.
Starf Arnas Arnæuss í þágu landa sinna hefur borið lít-
inn árangur. En þegar Jón snýr aftur sýknaður til ls-
lands, er Árna Ijóst, að hinn „gamli úfni haus“ þessa fants
mun vera mönnum vitnisburður um, að hugsjónir og
stjórnmálastefna Arnas Arnæuss eru ekki með öllu úr