Skírnir - 01.01.1946, Page 143
Skírnir
Um söguna af Jóni Hreg'g’viðssyni
141
sögunni. Hann biður Jón að „gánga við hjá þeim á Al-
þingi við Öxará og sýna þeim karlinn“: „Þú getur sagt
þeim frá mér að íslancl hafi ekki verið selt, ekki í þetta
sinn. Þeir skilja það seinna.“ (Eldur 201.)
Öllum Islendingum er ljós sú þýðing, sem íslenzkar bók-
menntir hafa haft í sögu þjóðarinnar. 1 skáldsögu H. K. L.
eru hinar fornu bækur Islands sú orkulind, sem veitir
þjóðinni viðnámsþrótt. Arnas Arnæus helgar líf sitt söfn-
un þeirra. I því augnabliki, sem hann finnur í hreysi Jóns
Hreggviðssonar blöðin úr Skáldu, er hið Ijósa man horf-
ið: „Ég vissi ég mundi fara og ekki koma aftur. Á þeirri
stund hafði ég svikið þig. Ekkert gat knúð mig til að ger-
ast höfðingi myrtrar þjóðar. Bækur íslands áttu mig- aft-
ur.“ (Hið ljósa man 203.) Jafnvel Jón Marteinsson, erki-
óvinurinn, sem stelur Skáldu frá Árna, skilur þýðingu
fórnar hans: „Og aldrei um eilífð verður til neitt ísland
utan það Island sem Arnas Arnæus hefur keypt fyrir sitt
Hf.“ (Klukkan 226.) I samtali sínu við Gullinló minnir
Snæfríður á gildi íslenzkrar tungu og íslenzks skáldskapar:
„Vor skáld ortu ljóð og sögðu sögu á máli sjálfs Óðins
kóngs úr Ásgarði meðan Evrópa mælti á túngu þræla.
Hvar eru þau ljóð, hvar þær sögur sem þér danskir ortuð?
Jafnvel yðar fornhetjum höfum vér íslenzkir gefið líf í
vorum bókum. Túnga yðar forna, þá dönsku túngu sem
þér hafið glatað og týnt, geymum vér.“ (Eldur 125.) Jón
sjálfur er aldrei í hrakningum sínum svo illa staddur, að
hann hafi okki kjark í sér að kveða Pontusrímur eldri. Og
frændi hans Gunnar á Hlíðarenda er honum mjög nyt-
samur í viðureignum hans við menn, sem álíta, að Islend-
ingar séu tómir ræflar. Þegar Jón Marteinsson ætlar að
borga fyrir veitingar í Hafnarkró með þeirri bók Skáldu,
þá bregða þeir Jón Hreggviðsson og Jón Grindvíkingur
skjótt við: „Báðir færðu sig þegjandi úr skónum.“ (Eldur
195.) Arnas Arnæus, Snæfríður, Jón Hreggviðsson og
nafnar hans Grindvíkingurinn og Jón Marteinsson eru
harla ólík cg á mjög mismunandi menningarstigi. En ein-
hvern veginn vita eða finna þau öll, hve ómetanlegur