Skírnir - 01.01.1946, Page 144
142
Peter Hallberg
Skírnir
styrkur fornbókmenntirnar eru þjóðinni í baráttu hennar
fyrir tilveru sinni.
Nútíminn er nálægur í þessari „sögulegu skáldsögu‘£
ekki aðeins sem þung undiralda. Höfundurinn leikur sér
einnig að því að flétta inn í frásögnina ákveðna atburði
seinustu áranna. Þýzkur vaktmeistari er látinn segja við
Jón Hreggviðsson: „Já, þið Hollendingar eruð ragmenni.
Þið hugsið um brauð. Yér þýðverskir hugsum ekki um
brauð. Fallstykki eru meira verð en brauð.“ (Klukkan
169.) Vér heyrum hér enduróma hin illræmdu einkunnar-
orð Görings sáluga. Viðræður þeirra Arnas Arnæuss og
Úffelens bera greinilega þess merki, að þær hafa verið
skráðar einmitt á þeim dögum, þegar talað var um banda-
rískar herstöðvar á íslandi.
Það væri margt eftir að segja um þessa skáldsögu frá
öðrum sjónarmiðum en þeim, sem hafa verið höfð við
hana hér að framan. Yfirleitt hefur bókinni ekki verið
gerð skil hér sem sagnlist. T. d. þætti mér það ekki ólík-
legt, að Jón Hreggviðsson, Snæfríður íslandssól og Arnas
Arnæus muni verða íslendingum minnistæðar mannlýs-
ingar — að öðrum ógleymdum, eins og Jóni Marteinssyni,
Magnúsi í Bræðratungu, etazráðinu og Gullinló. Eða
skáldið lýsir í fáeinum orðum prestunum á fundinum í
Skálholti, svo að við þykjumst sjá alla þessa menn: „hin
veðurbörnu andlit þeirra mintu á þussabergsmyndir í
fjöllum, sem hafa tekið á sig mannsmót, þó ýmist með of-
lánga höku, ofstórt nef eða ægilegan hárlubba, en óum-
breytanlegar frá sama sjónarhorni hvort sól skín eða ádyn-
ur hregg“ (Hið ljósa man 229). Sem eðlilegt er, gætir
náttúrulýsinga minna hér en í öðrum bókum H. K. L. En
því áhrifameiri eru þær myndir af íslenzkri náttúru, sem
hann bregður upp. Mér er í huga t. d. lýsing Árna á Breiða-
firði í upphafi tólfta kaflans í Hinu Ijósa mani eða á reið-
inni gegnum Hafnarskóg í sama kafla: „Við riðum gegn-