Skírnir - 01.01.1946, Síða 147
Skírnir
Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey
145
Sé gert ráS fyrir svipuðum mannfjölda á hverjum bæ
1397, þegar Vilchinsmáldagi var gerður, og var 1703, þá
ætti á tímum Vilchins að hafa verið um 80 menn í Haf-
fjarðareyjarsókn. Sennilega er þó þessi tala of lág, því að
líkur benda til, að yfirleitt hafi verið fjölmennara hér á
landi í kaþólskum sið en var 1703, og ætla ég að gera ráð
fyrir, að til jafnaðar hafi verið um 100 menn í sókninni
eða líkt og var í Eyjahreppi 1703. Ef ennfremur er gert
ráð fyrir, að í kaþólskum sið hér á landi hafi dánartalan
að meðaltali verið 40%o eða lík og hún var um miðja 18.
öldina, þá hafa látizt í Haffjarðareyjarsókn um 400 menn
á öld eða um 2000 þær 5 aldir, er kirkja var í Haffjarðar-
ey. Ekki er þó þar með sagt, að allur sá fjöldi hafi verið
jarðsettur í Haffjarðarey; trúlegt er, að eitthvað hafi
verið jarðað þar, sem bænhús voru í sókninni, að minnsta
kosti þá, er drepsóttir gengu. Ennfremur hefur eitthvað
týnzt af mönnum, aðallega í sjó, og eitthvað hefur verið
um útburð á börnum fyrst framan af. Það mun þó var-
lega áætlað, að gera ráð fyrir, að aldrei færri en 1500 lík
hafi verið jörðuð í Haffjarðareyjarkirkjugarði.
Ástæðu þess, að kirkjan í Haffjarðarey var tekin af,
telur Jón Sigurðsson þá, að „á sextándu öld fóru að koma
þar landbrot mikil af sjáfargangi, svo að torsótt varð að
komast yfir sundið í eyna“.x) Ekki hefur þetta landbrot
þá verið svo mikið, að það hafi stórspillt jijrðinni, því að
hún er talin til byggðra jarða allt þar til 1804, að hún er
lögð í eyði, en Hausthús, sem áður voru eyðihjáleiga, eru
byggð í aðaljarðarinnar landi.1 2)
í jarðabók Árna og Páls segir svo um Haffjarðarey:
>,Hjer hefur að fornu kirkja verið og greftrarstaður, og
eru þess sýnileg merki, sem eru mannabein, sem sjór og
veður brýtur og blæs upp.“ Að sjór hafi brotið upp kirkju-
garðinn á dögum Árna Magnússonar hlýtur að vera á mis-
skilningi byggt, því að garðstæðið er enn þann dag í dag
svo langt frá sjó, að hann nær þar hvergi til og engin
1) Dipl. Isl. I, bls. 421.
2) Jarðabók Johnsens, bls. 134-135.
10