Skírnir - 01.01.1946, Síða 148
146
Jón Steffensen
Skírnir
merki þess, að svo hafi nokkurn tíman verið, enda ættu
að vera meiri brögð að því nú en þá, því að alit fram til
þessa hefur verið að ganga á eyna af völdum sjávarins.
Aftur á móti ber jarðabókin þess óræk vitni, að uppblást-
ur hafi verið þar mjög mikill, eins og eftirfarandi tilvitn-
anir sýna. Um brunninn í eyjunni segir: ,,Hann fyllir af
sandi í stórviðrum, og er þá geysilegt erfiði að moka hann
upp aftur“; og um túnið er þessa getið: „Túnið er allt af
sandi yfir gengið, sem veður bera stundum af, en stund-
um á.“ Loks segir um bæinn sjálfan: „Bærinn hefur flutt-
ur verið undan sandfoki, og eru þar nú mestallar fornar
tóftir sokknar í sandi.“
Það verður af þessu ljóst, að þegar 1714 er kirkjugarð-
urinn í Haffjarðarey farinn að blása upp til muna og
1883 er svo komið, að menn úr sveitinni taka sig til og
safna saman beinunum, er lágu örfoka í sandinum, og
jarða þau að nýju í einni mikilli gröf. I Sögum af Snæ-
fellsnesi telur Óskar Clausen, að 109 hauskúpur hafi ver-
ið látnar í gröfina, en húsfreyjan í Hausthúsum, er vel
mundi þennan atburð, sagði mér, er ég dvaldist þar í
sumar, að þær hefðu verið miklu fleiri og hafði hún hevrt
250 tilnefndar.
Þegar við Kristján grófum í garðinn, fundum við bein
úr þrisvar sinnum fleiri mönnum en sæmilega heillegar
hauskúpur voru, svo að eftir því að dæma ættu beinin, er
jarðsett voru 1883, að hafa verið úr að minnsta kosti 300
mönnum, en sennilega úr miklu fleirum.
Þegar Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður kom í Haf-
fjarðarey 1905, var enn mikið blásið upp af beinum, og
er trúlegast, að hann hafi mestmegnis safnað þeim bein-
um, er ofanjarðar lágu, því að nær allar hauskúpurnar,
er hann safnaði, eru án viðeigandi neðri kjálka.
Af þeim heimildum, er ég hef, verður ekki sagt, úr hve
mörgum mönnum beinin, er Vilhjálmur safnaði, eru, en
hauskúpurnar hafa aldrei verið færri en 50 eftir þeim
upplýsingum, er Hooton1) gefur um safnið.
1) American Journal of Physical Anthropolog’y, Vol. I., 1918, bls. 53.