Skírnir - 01.01.1946, Síða 149
Skírnir Eannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey 147
Óskar Clausen segist hafa komið í Haffjarðarey skömmu
eftir, að Vilhjálmur kom þar, og hafi þá verið talsvert af
beinum þar; ennfremur segir Clausen, að Árni prófastur
Þórarinsson hafi látið safna saman beinum í Haffjarðar-
ey og jarðsett þau í kirkjugarðinum í Miklaholti.1)
Loks hafa svo þó nokkrir læknanemar fengið bein úr
Haffjarðarey, en þau geta varla verið nema úr fáum
mönnum.
Við Kristján komum í eyna 24. júlí 1945 og dvöldumst
þar í viku. Þegar við komum þangað, var tiltölulega lítið
af beinum ofanjarðar miðað við fyrri lýsingar, t. d. sást
engin hauskúpa. Enda sagði bóndinn í Hausthúsum okk-
ur, að hann hefði girt eyna fyrir nokkrum árum, og síðan
hefði fok tekið af og kirkjugarðsstæðið væri að gróa upp
aftur.
Beinin sáust í tveim stórum rofbörðum, er lágu frá
austri til vesturs í lægð, er stefnir frá norðaustri til suð-
vesturs og er fyrir norðan svonefndan Bæjarhól, er hæst
ber á eynni. Ekkert sást móta fyrir leiðum né garðhleðslu,
svo að ógerningur er nú að segja nokkuð um hina upphaf-
legu stærð kirkjugarðsins.
Við byrjuðum á því að safna saman þeim beinum, er
ofanjarðar lágu, en grófurn síðan í norðeystra rofbarðið
(rofbarð I á myndinni) og komum þegar niður á bein, er
lágu í eðlilegri legu. Á spildu, sem var um 1(4X3 metrar,
grófum við þarna upp beinagrindur og hluta af beina-
grindum úr 11 mönnum, og virtust þær allar vera á sín-
um upprunalega stað. Auk þess fannst þarna talsvert af
lausum beinum, sem ekki voru úr þessum beinagrindum,
en mörg beinanna voru sýnilega í jarðveginum, er hafði
verið mokað ofan í grafirnar. Lausu beinin hafa verið úr
eitthvað um 10 mönnum, aðallega börnum. Á þessum litla
bletti í garðinum, þar sem varla hafa rúmazt 6 kistur full-
orðinna manna, fundust bein úr eigi færri en 21 manni,
en 11 hafa fyrir víst verið jarðaðir á þessum bletti. Fyrir
10Í:
1) Sög-ur af Snæf., bls. 7-9.