Skírnir - 01.01.1946, Page 151
Skírnir
Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey
149
norðan, austan og vestan þennan reit var allt örfoka, og
bar það svæði yfirleitt lægra en þær beinagrindur, er dýpst
voru í rofbarðinu, svo að með vissu hafa engar beina-
grindur verið eftir á þessu svæði. Við grófum þess vegna
áfram nokkuð til suðurs frá rofbarðinu, en engar fleiri
beinagrindur komu í ljós, svo að telja má víst, að engar
grafir hafi heldur verið eftir á svæðinu milli rofbarðanna.
Þá fluttum við okkur í suðvestara rofbarðið (rofbarð II
á myndinni) og grófum þar á svæði, sem var um
metri til jafnaðar. Þarna fundust 13 heilar beinagrindur
í gröfum, er ekki hafði verið hróflað, og að auki laus bein
úr eitthvað um 24 mönnum, eða alls úr að minnsta kosti
37 mönnum. I þessum lausu beinum, sem aðallega virtist
hafa verið kastað ofan í grafirnar með ofanímokstrinum,
voru 5 nær alveg heilar fullorðinna beinagrindur og tals-
verður hluti úr mörgum öðrum beinagrindum. Auk þess
urðum við að skilja eftir tvær beinagrindur, sem sást'í,
en ekki vannst tími til að grafa upp vegna þess, hve tíðin
spilltist seinni hluta vikunnar, er við vorum við uppgröft-
inn. Önnur þessara beinagrinda var úr barni og lá undir
fótenda grafanna 21a og 21b, en hin var úr fullorðnum,
er lá við syðri hlið grafar 22. (Þessar beinagrindur eru
ekki taldar með í eftirfarandi töflum yfir aldursflokka.)
Við gátum ekki gengið úr skugga um það, hve langt til
vesturs og suðurs kirkjugarðurinn hefur náð, en senni-
lega hefur það ekki verið öllu lengra til suðurs en gröf 16,
því að engin beinagrind fannst í næsta námunda sunnan
þessarar grafar. Ennfremur fannst við lauslega athugun
engin gröf fyrir vestan gröf 15, svo að vera má, að þar
séu vestari mörk garðsins. Eftir þessu að dæma ætti það
að vera suðvesturhorn kirkjugarðsins, er við höfum kom-
ið niður á þarna og trúlegt, að ekki sé öllu meira eftir af
beinagrindum í garðinum. Æskilegt væri þó að geta geng-
ið alveg úr skugga um þetta atriði og eins að hafa upp á
stóru gröfinni, er tekin var 1883. Hún er nú týnd, en
heimafólkið í Hausthúsum gat nokkurn veginn sagt til
um, á hvaða svæði hún myndi vera.