Skírnir - 01.01.1946, Side 152
150
Jón Steffensen
Skírnir
Viðvíkjandi greftrunarsiðum er það að segja, að yfir-
leitt lágu beinagrindurnar á bakið frá vestri til austurs
með krosslagðar hendur niður yfir kviðinn eða á brjóst-
inu. Greinilegar kistuleifar sáust aðeins í einni gröf (gröf
22), lengd kistunnar var 1.95 m, breidd til höfða 0.48 m
og til.fóta 0.30 m og hæð til fóta 0.24 m. Víða fundust tré-
leifar og járn- og eirnaglabrot, sem að líkindum hafa ver-
ið úr kistum; ennfremur sáust viðarkol í nokkrum gröf-
um, og hafa þau sennilega verið látin í kistuna.
Það verður ekki sagt með vissu, hversu djúpt hefur
verið grafið, því að ekki er hægt að ákveða hið uppruna-
lega yfirborð kirkjugarðsins, en frá rofbrún og niður á
beinagrind nr. 11, sem er ein þeirra beinagrinda, er dýpst
lágu í norðeystra rofinu, voru 90 cm. Hins vegar voru fót-
leggirnir í 4. gröf 40 cm ofar en beinagrind nr. 11, svo að
nokkuð misdjúpt virðist hafa verið jarðað, og er þó hér
um fullorðna að ræða.
Ein beinagrindanna lá algei'lega á grúfu, hún var úr
stálpuðu barni og var yfir gröf 11. Trúlegast er, að líkið
hafi snúizt við í kistunni, þegar verið var að flytja það til
greftrunar. Hugsanlegt væri þó, að beinagrindin hefði
verið tekin upp, er gröf 11 var tekin, en snúizt við, er hún
var látin aftur ofan í gröfina. Til þessa gæti það bent, að
merki eftir spaða eða annað hvasst járn sáust á vinstri
fótleggsbeinum og að það vantaði hauskúpuna og annað
upphandleggsbeinið og lærlegg í beinagrindina. Sé síðari
skýringin rétt, þá hlýtur að hafa liðið svo skammt á milli
þess, að jarðsett var á sama stað aftur, að fyrra líkið hafi
ekki verið að fullu rotnað, eða kista þess hefur hangið
saman, þegar gröfin fyrir síðara líkið var tekin.
Annað atriði, sem einnig gæti bent til þess, að síðari
skýringin væri rétt, er það, að í lausu beinunum, er voru
í ofanímokstrinum í gröfunum í suðvestara rofinu, lágu
oft saman í eðlilegri afstöðu hvers til annars hálsliðir,
tungubein, barkakýli og hauskúpa ásamt neðri kjálka,
ennfremur heill fótur og fótleggur ásamt fæti.
Oft hefur þetta orðið með þeim hætti, að þessir líkams-