Skírnir - 01.01.1946, Side 153
Skírnir
Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haffjarðarey
151
partar hafa orðið eftir í grafarveggnum, er hún var tek-
in, en hinn hluti beinagrindarinnar lent í uppgreftinum,
en stundum lágu beinin í eðlilegri afstöðu hvert til annars
beint yfir beinagrind þeirri, sem undir lá, og getur það
vart átt sér stað með öðrum hætti en þeim, að þau hafi
hangið þannig saman, þegar þeim var mokað upp. Þó að
svo hefði verið, að sinar og liðbönd hefðu enn verið ófúin,
er aftur var tekin gröf á sama stað, þá þarf það ekki að
tákna, að mjög stutt hafi verið á milli greftrananna, því
að auðsætt er af beinunum, að garðurinn hefur geymt
ákaflega vel. Beinin voru nær öll algerlega ófúin og lágu
í sandi, aðeins fjórar beinagrindur (nr. 13, 15, 16 og 17)
voru í moldar- og leirjarðvegi. Ég ætla ekki að leiða nein-
ar getur að því, hve langt hafi að jafnaði liðið þangað til
jarðað var aftur á sama stað, en það mun víst, að hafi svo
skammt verið á milli, að allt hold hafi eigi náð að rotna
af beinum, þá hafi það aðeins hent á tímum, þegar mjög
mikið barst að af líkum, svo að mikinn hluta kirkjugarðs-
ins hafi þurft að nota í einu. Þetta hefur getað borið til,
þá er miklar drepsóttir gengu, og verður manni í því sam-
bandi hugsað til svartadauða, er gekk hér í byrjun og
lok 15. aldarinnar.
Hins vegar er það auðsætt, að ákaflega þétt hefur verið
jarðsett í kirkjugarðinum, víðast hvar voru tvær og á ein-
um stað þrjár beinagrindur hver upp af annari, auk þess
sem í öllum ofanímokstri var mikið af beinum, og þó eru
þetta aðeins jaðrarnir á garðinum, sem við höfum grafið
í, en gera má ráð fyrir, að enn þéttara hafi verið grafið
um miðbik garðsins.
Engin hópgröf fannst, en í tveimur gröfum voru tvö
börn og í einni þrjú, þar af eitt ungbarn.
Við skulum nú bera þessa lýsingu á kirkjugarðinum í
Haffjarðarey saman við lýsingu Matthíasar Þórðarsonar
á kirkjugarðinum að Skeljastöðum (Forntida gárdar i Is-
land). Að Skeljastöðum eru engin dæmi þess, að jarðsett
hafi verið oftar en einu sinni á sama stað, en tvisvar er
þess getið, að gröf hafi legið á parti yfir aðra. Á kortinu