Skírnir - 01.01.1946, Side 155
Skírnir
Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey
153
mikill jarðvegur, að vel gat rúmazt þar heil beinagrind,
hvað þá bein, er verið hefðu í ofanímokstri. í öðru lagi, ef
nokkuð hefði kveðið að því, að grafið hefði verið oftar en
einu sinni á sama stað, þá hefði átt að finnast mikið af
beinum, er ekki áttu heima í þeim gröfum, er eftir voru,
en auka-beinin nægja ekki til þess að fylla upp í eyðurnar,
sem eru á milli grafanna í Skeljastaðakirkjugarðinum,
hvað þá meira.
Þau atriði, sem að mínu áliti koma fyrst og fremst til
greina, ef skýra á það, hve beinagrindunum er misþétt
skipað í Skeljastaða- og Haffjarðareyjar-kirkjugarðin-
um, eru: 1) Þeir hafa verið mislengi notaðir, 2) þeir eru
frá ólíkum tímum, og 3) þeir hafa ef til vill verið misstórir
í hlutfalli við stærð safnaðanna. Af þessum atriðum er
það fyrsta lang-veigamest. Samkvæmt skoðun Sigurðar
Þórarinssonar (Forntida gárdar) á Þjórsárdalur að hafa
eyðzt árið 1300, og ætti þá kirkjugarðurinn að Skelja-
stöðum að hafa verið um helmingi skemur í notkun en sá
í Haffjarðarey. Að áliti Ólafs Lárussonar (Skírnir, 1940)
á Þjórsárdalur að hafa lagzt í eyði um miðja 11. öld, og
hefur þá verið jarðað um tíu sinnum lengur í Haffjarðar-
ey en að Skeljastöðum. Annað atriðið hugsa ég, að geti
aðeins skipt mjög litlu máli um það, hvað misþétt var skip-
að beinagrindum í kirkjugarðana. Raunar er búið að leggja
kirkjugarðinn að Skeljastöðum niður, þegar hin mesta drep-
sótt, er yfir landið hefur farið, geisar, þ. e. svartidauði,
en hins vegar er einnig kunnugt um mikinn mannfelli á
þeim tímum, er ætla má, að Skeljastaðakirkjugarðurinn
hafi verið notaður. Mér þykir þó líklegt, að dánartalan hafi
að meðaltali verið nokkru lægri fyrir 1300 en milli 1300 og
1600, munurinn hefur þó naumast verið svo mikill, að
hann geti skipt verulegu máli í þessu sambandi. Um þriðja
atriðið er erfitt að segja nokkuð með vissu, en telja má
líklegt, að þá eins og nú hafi kirkjugarðar verið sniðnir
við hæfi sóknarinnar, eins og hún var á þeim tímum, er
garðurinn var vígður. Hafi stærð sóknarinnar breytzt
verulega síðar, eins og nokkur ástæða er til að ætla um þá