Skírnir - 01.01.1946, Síða 156
154
Jón Steffensen
Skírnir
sókn, er gröft átti að Skeljastöðum, þá getur hið upphaf-
lega hlutfall milli stærðar sóknarinnar og kirkjugarðsins
hafa raskazt mikið.
Geri maður ráð fyrir, að kirkjugarðarnir hafi verið
hlutfallslega jafnstórir og að uppgröfturinn gefi nokkurn
veginn rétta mynd af því, hve þétt var jarðsett í garðana,
þá ætti að hafa verið jarðað um fjórum sinnum lengur í
Haffjarðarey en að Skeljastöðum, eða að kirkjugarðurinn
að Skeljastöðum hefur verið í notkun eitthvað á aðra öld.
Eftir því ætti kirkjan á Skeljastöðum að hafa verið tekin
af snemma á 12. öld.
Sé hins vegar gengið út frá því, að í Skeljastaðasókn
hafi verið þeir 11 bæir, er Jón Egilsson1) telur, að verið
hafi í Þjórsárdal, þá eru beinagrindurnar úr Skeljastaða-
kirkjugarðinum ekki nógu margar til þess, að þar hafi
getað verið jarðsett í meira en öld, og það þó að gert sé
ráð fyrir, að þær hafi upphaflega verið helmingi fleiri,
sem er það almesta, sem hægt er að hugsa sér, ef gengið
er út frá, að kirkjan hafi staðið þar í kirkjugarðinum,
sem Matthías Þórðarson (Forntida gárdar) álítur, og að
jarðað hafi verið einu sinni í hvern reit.
Við flokkun á beinunum eftir aldri þeirra manna, er
þau voru úr, kom í Ijós, að meðalaldur þeirra, er jarðsettir
voru að Skeljastöðum, var miklu meiri en þeirra, er jarð-
aðir voru í Haffjarðarey. Beinin úr Haffjarðarey eru að
minnsta kosti úr 59 mönnum, en þau frá Skeljastöðum úr
73, og er þá talið, að ungbörn hafi verið jarðsett alstaðar
þar, sem minnstu leifar ungbarnabeina fundust í Skelja-
staðakirkjugarðinum, eða að þau hafi verið 12, en sam-
kvæmt beinunum er ekki öruggt að þau hafi verið fleiri
en 5. Af Haff jarðareyjarbeinagrindunum eru liðlega þriðj-
ungur úr fullorðnum, en % Skeljastaðabeinagrindanna
(sjá töflu 1). Nú er það vitað, að ungbörn voru oft grunnt
jörðuð, auk þess sem bein þeirra fúna fyrr en fullorðinna,
svo að gera verður ráð fyrir, að hlutfallslega meir hafi
1) Biskupa-annálar, Safn t. s. Isl. 1.