Skírnir - 01.01.1946, Page 157
Skírnir
Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey
155
Tafla 1.
Skelja- staðir Haffjarð- arey önnur bein úr kaþólsku Oll bein úr kaþó'sku 1841- 1850 1921- 1930
Tala °/o Tala °/o Tala % Ta!a °/o °/o °/o
Börn á 1. ári 12 16.4 12 20.3 9 30 33 20.4 39.1 10.8
Börn 1 — 6 ára 1 1.4 13 22.3 2 6.7 16 9.9 1
11.3 9.6
Börn 7—14 ára 1 1.4 12 20.3 — — 13 8.0 !
Unglingar, 15- 19 ára — — 1 1.7 1 3.3 2 1.2 2.1 4.1
fullorðnir, eldri en 20 ára 59 80.8 21 35.6 18 60 (D CO 60.5 47.4 75.5
Beinagrindur alls 73 59 30 160
Skýringar við töflurnar: í dálkinum „önnur bein úr kaþólsku“ eru
bein úi' kirkjug'örðum frá dögum kaþólskunnar, víðs vegar að af
landinu, flest frá Auðbrekku í Hörgárdal og Gröf í Hrunamanna-
breppi. — I dálkinum „öll bein úr kaþólsku" eru Skeljastaða, Haf-
fjarðareyjar og önnur bein úr kaþólsku. — Tveir síðustu dálkarnir
í töflunum sýna, á hvaða aldri þeir voru, er dóu 1841—50 og 1921—30.
farið forgörðum af ungbarnabeinum en beinum eldri
manna. En þó maður vildi algerlega sleppa ungbörnun-
um úr útreikningnum, þá gerði það aðeins muninn enn
meiri á meðalaldri þeirra, er jarðsettir voru að Skelja-
stöðum og í Haffjarðarey, því að það er á börnum eldri
en eins árs, sem mestu munar á fjöldanum. 1-14 ára eru
tæpir 3% úr Skeljastaðakirkjugarði, en fleiri en 40% úr
Haffjarðareyjarkirkjugarðinum. Þessi munur á aldri
þeirra, er beinin báru í Skeljastaða- og Haffjarðareyjar-
kirkjugarðinum, er svo gífurlegur, að um tilviljun getur
ekki verið að ræða né heldur mismunandi geymsluskil-
yrði. Það er enginn vafi á því, að Skeljastaðabeinin geta
ekki gefið rétta mynd af hlutfallinu milli dáinna barna og
fullorðinna, hvorki á 11. né 13. öld, og nægir í því sam-
bandi að minnast þess, að um miðja 19. öld voru um 45%
dáinna eldri en tvítugir að aldri. Hins vegar getur hlut-
fallið milli dáinna barna og fullorðinna eins og það kemur