Skírnir - 01.01.1946, Page 158
156
Jón Steffensen
Skírnir
Tafla 2.
Heiðni Skelja- staðir Haffjarð- arey O bei kaþ nur n úr óísku öil bein úr kaþólsku 1841- 1850 1921- 930
Tala °/o Tala °/o Tala °/o Tala % Tala °/o °/» »/o
Ungir menn, 20 — 29 ára 9 18.4 9 18 I 5 31.3 2 12.5 16 19.5 9.7 12.7
Ungir-miðaldra menn 5 10.2 5 10 2 12.5 — — 7 8.5
Miðaldra menn, 30 — 59 ára 29 59.2 28 56 8 50 9 56.3 45 54.9 43.5 29.5
Miðaldra-gamalmenni 4 8.2 3 6 — — 4 25 8 9.8
Gamalm.,-eldri en 60 ára 2 4.1 5 10 1 6,3 1 6.3 6 7.3 46.8 57.7
Beinagrindur alls 49 50! 1 16 16 82
fram af beinunum úr Haffjarðarey vel verið rétt mynd
af ástandinu í heilbrigðismálum hér á landi á þeim tím-
um, er kirkja var í eynni.
Ég kem ekki auga á neitt, er á eðlilegan hátt geti skýrt
hinn mikla mun, sem var á fjölda beinagrinda úr stálpuð-
um börnum í Skeljastaða- og Haffjarðareyjarkirkjugarð-
inum, annað en að tiltölulega mjög fátt barna hafi verið
í sókninni, er átti gröft að Skeljastöðum. Með öðrum orð-
um, að það sama hafi gerzt í Þjórsárdal, sem svo margar
sveitir mega nú horfa upp á, sem sé, að unga fólkið flytj-
ist burtu, en það gamla sitji eftir.
Það hefur verið gengið að því vísu hingað til í þessari
grein, að greftrunarkirkja fyrir allan Þjórsárdal hafi ver-
ið að Skeljastöðum, en ég hef áður bent á þann möguleika
til skýringar á því, hve fáar beinagrindur fundust þar, að
þar hafi aðeins verið heimagrafreitur,1) og Sigurður Þór-
arinsson hallast að því, að 2—4 bæir hafi átt gröft að
Skeljastöðum.2) Ef svo hefði verið, væri vel hugsanlegt,
að grafreiturinn hafi verið óvenjustór miðað við heima-
fólk þessa bæjar eða bæja og væri það skýringin á því,
1) Samtíð og saga II.
2) Tefrokronol. stud., bls. 78.