Skírnir - 01.01.1946, Page 159
Skírnir Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðarey 157
hve þunnskipað var beinagrindum í reitinn. Þessi skoðun
auðveldar manni þó síður en svo að komast yfir mestu
torfæruna, sem sé, hvernig standi á því, að barnabeina-
grindurnar séu svona fáar. Hafi ekki verið greftrunar-
kirkja að Skeljastöðum, þá eru litlar líkur til, að hún hafi
verið innar í dalnum, því að allir bæirnir þar eru örfoka
og vart hægt að hugsa sér, að aldrei hefði heyrzt getið um
mannabein við neinn þeirra, ef þar hefði verið kirkja.
Hins vegar má það undrum sæta í byggðarsögu landsins,
ef dalur með 11 bæjum hefði enga greftrunarkirkju átt
nær en að Stóra-Núpi. Það hníga því allar líkur að því, að
greftrunarkirkja hafi verið að Skeljastöðum.
Því miður eru það aðeins 16 beinagrindur af fullorðnum
úr Haffjarðarey, sem hægt er að aldursákvarða nánar, og
því ekki hægt að leggja mikið upp úr aldursflokkaskipan
fullorðinna þaðan. Það sem hún nær, bendir hún til þess,
að mun fleiri fullorðnir hafi látizt innan við þrítugt í Haf-
fjarðareyjarsókn en bæði í heiðni og meðal Þjórsdæla.
Af beinagrindum fullorðinna úr Haffjarðarey, sem hægt
er að kynákveða með sæmilegu öryggi, eru 6 úr körlum,
en 11 úr konum. Varlega verður að fara í það að draga
ályktanir af þessu hlutfalli milli kynjanna vegna þess, hve
beinagrindurnar eru fáar, og með tilliti til þess, að í kirkju-
garðinum að Skeljastöðum virðist hafa verið hyllzt til
þess að jarða konur og karla hvort á sínum stað í garðin-
um.') Hins vegar-er það sennilegt, að sjórinn eigi ein-
hvern þátt í þessari misskiptingu kynjanna í Haffjarðar-
eyjarkirkjugarðinum. I Skeljastaðakirkjugarðinum voru
27 beinagrindur af körlum, en 28 af konum, og úr heiðni
eru 30 beinagrindur karla móti 23 kvenbeinagrindum. Nið-
urstaðan af þessum samanburði á kirkjugarðinum í Haf-
fjarðarey og að Skeljastöðum bendir til þessa: 1) byggð-
in í Þjórsárdal hefur lagzt niður smám saman, og 2) kirkju-
garðurinn í Haffjarðarey hefur sennilega eigi verið skem-
ur en fjórum sinnum lengri tíma í notkun en sá að Skelja-
1) Smbr. Forntida gárdar, bls. 229.