Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 160
158
Jón Steffensen
Skírnir
stöðum. Hins vegar kemst Sigurður Þórarinsson að þeirri
niðurstöðu, að alla byggð í Þjórsárdal austan línu millí
Dímonar og Sandártungu hafi tekið af samtímis í Heklu-
gosinu árið 1300,x) og ætti þá kirkjugarðurinn að Skelja-
stöðum aðeins að hafa verið um helmingi skemmri tíma
í notkun en sá í Haffjarðarey. Nú er mér það vel ljóst, að
yfirleitt eru öskulögin miklu betur fallin til þess að tíma-
ákvarða fornleifafundi en mannabein, sem sjaldnast gefa
meir en vísbendingu eða óbeint svar, en þá er auðvitað
undirskilið, að aldur öskulaganna sé þekktur.
Sigurður Þórarinsson hefur gert mjög virðingarverða
tilraun til þess að tímaákvarða nokkur af öskulögunum
hér á landi í bók sinni Tefrokronologiska studier pá Is-
land (Khavn 1944), en þær rannsóknir, er þar birtast, eru
að mínum dómi ekki fullnægjandi sönnun fyrir því, að
Ijósa öskulagið, er höfundur nefnir VI. lagið, sé myndað
í Heklugosinu árið 1300. Aftur á móti virðist mér það
nokkuð^ öruggt, að öskulögin, sem Sigurður Þórarinsson
táknar með VII, séu mynduð skömmu fyrir landnám,
sömuleiðis að VI. öskulagið hafi myndazt þó nokkru eftir
að fyrsta byggð að Snjáleifartóttum, Skallakoti og Stór-
hólshlíð er komin í eyði, og að fjósþakið að Stöng hafi
ekki verið fallið, þegar þetta öskulag myndaðist. Það má
því telja líklegt, að byggðin í Þjórsárdal hafi lagzt niður
einhvern tíma á milli þess, er lag VII og VI mynduðust,
en hins vegar finnst mér það meir en vafasamt, að öll
byggð innan línu milli Dímonar og Sandártungu hafi eyðzt
einmitt þegar VI. lagið myndaðist, eins og Sigurður Þór-
arinsson álítur. Látum það vera rétt, að Stöng hafi þá
farið í eyði, en þar fyrir fæ ég ekki séð réttmæti þess, að
álykta af því, að allur innri hluti dalsins hafi samtímis
farið í eyði, þar sem þó bæir utar í dalnum, svo sem Skalla-
kot og Stórhólshlíð, voru löngu komnir í eyði, þegar VI.
lagið myndaðist.
Röksemdirnar fyrir því, að VI. lagið hafi orðið til þess
1) Tefrokronol. studier, bls. 62.