Skírnir - 01.01.1946, Síða 161
Skírnir Rannsóknir á kirkjugarðinum í Haff jarðavey 159
að eyða byggðinni í innri hluta Þjórsárdals, byggjast fyrst
og fremst á athugunum á tóftunum að Stöng.
Roussell kemst svo að orði um bæinn í Stöng: „Der er
intet i den smukke anlægsplan, der tyder paa en langsom
udvikling fra en mere beskeden begyndelse, og ved udgrav-
ningen fremkom der ingen spor af et ældre sæt bygninger.
Da det er meget usandsynligt, at en saa udmærket plads
ikke skulde være bebygget paa et forholdsvis tidligt tids-
punkt i den islandske kolonisations historie, maa man
sp0rge sig selv, om de af os fundne tomter virkelig skulde
være saa unge, at de har staaet under tag ved det store
Hekla-udbrud i aar 1300, der 0delagde dalen. Hertil maa
svares, at der ved udgravningen fremkom aldeles utve-
tydige beviser paa, at gaarden var i fuld brug paa det tids-
punkt, da vulkanen udsendte de hede askemasser. . . ,“1)
Höfundurinn finnur vel vandkvæðin á því að samrýma
það, að bærinn í Stöng hefur ekki verið endurbyggður á
þessum ákjósanlega stað, og að hann er uppistandandi ár-
ið 1300, en höfundurinn hugleiðir þetta ekki frekar, held-
ur gengur út frá því, að Sigurður Þórarinsson hafi rétt
fyrir sér, enda geta sumir munirnir, er Roussell finnur í
Stöng, bent til þess. Um þá segir hann: „Hvad angaar
smaafundene, er der en væsentlig forskel paa dette hus
og de til vikingetid bestemte; særlig hæfter man sig ved
et grþnglasseret potteskaar, formentlig af engelsk oprin-
delse fra 1200-aarene. Der er derfor ingen grund til at
tvivle om, at gaarden tilhþrer tiden op mod 1300.“2)
Um þetta mikilvæga brot úr leirkeri ræðir Roussell ekki
frekar og gefur engar upplýsingar um, hvar í tóftinni það
fannst, en Kristján Eldjárn, sem var við uppgröftinn í
Stöng, segir, að það hafi fundizt í skálanum á upphækk-
uninni meðfram langveggjunum. Það er því erfitt að átta
sig á, hvað mikið megi leggja upp úr þessum fundi. Því
verður ekki neitað, að lega vikursins í bæjarrústunum
1) Forntida gárdar, bls. 74.
2) S. st., bls. 90.