Skírnir - 01.01.1946, Síða 167
Skírnir
Afstaða láðs og' lag-ar á síðustu árþúsundum
165
víslegu strandmyndunum, sem þar eru, malarkömbum,
gröndum o. fl. Og nú varð mér Ijóst, að þær tala mjög
skýru máli um afstöðubreytingar láðs og lagar. Þessar
myndanir sýna nefnilega ljóslega, að landið hefur ekki
sigið, svo að teljandi sé, í þúsundir ára.
Þessi niðurstaða kemur allmjög á óvart, og dagfars-
beztu menn hafa dregið sverð úr slíðrum, þegar þeir
heyrðu um hana í fyrsta sinn. Sumir eru nefniiega svo
innilega sannfærðir um landsig í stórum stíl, að landsigs-
kenningin er orðin þeim allt að því heilagt mál, þótt und-
arlegt kunni að virðast.
En kenningar, sem betur hafa þótt rökstuddar en land-
sigskenningin, hafa fallið fyrir tönn tímans, og verður
þessi kenning auðvitað að fara sömu leiðina, ef annað
reynist sannara.
Með lauslegri athugun getum við séð margar veilur á
landsigskenningunni. Þannig virðist Brynjúlfur Jónsson
ekki gera greinarmun á landbroti og landsigi. Þegar hann
ræðir um ströndina milli Þjórsár og Ölfusár, bendir hann
á það, að jarðvegur hafi náð mun lengra fram á landnáms-
tíð en nú og byggð verið þar, sem nú eru f jöruklaþpir.
Þetta telur hann sönnun þess, að landið hafi sigið frá
landnámstíð.
En nú hagar svo til á þessum slóðum, eins og Brynjúlf-
ur lýsir einmitt sjálfur, að hraungrunnurinn, sem jarð-
vegurinn liggur á, nær aðeins óverulega upp fyrir sjávar-
mál. Brimið nær því til að sleikja jarðveginn ofán af
hrauninu frammi við ströndina. En auk þess bendir Bryhj-
úlfur á það, að brimið vinni einnig auðveldlega á hraun-
inu. Það er því ekkert vafamál, að þessi strönd hlýtur að
eyðast ört, hvort sem landið er að síga eða ekki. Um hitt
verður svo nákvæmari rannsókn að skera úr, hvort brim-
ið eitt og stórflóð séu nægileg skýring á þeim breyting-
um, sem þarna hafa orðið frá því fyrr á öldum, eða hvort
nauðsynlegt sé að gera auk þess ráð fyrir landsigi.
En svipaða sögu er að segja um önnur rök Brynjúlfs
í þessu máli, öll eru þau meira en vafasöm, og í rauninni