Skírnir - 01.01.1946, Síða 168
166
Trausti Einarsson
Skírnir
er hugmyndin um landsig upphaflega gripin úr lausu
lofti.
Það er varla ástæða til að gera mikið úr því, hvað menn
minnir um stöðu sjávarins í ungdæmi sínu. Þegar þess
er gætt, að sjórinn lyftist og hnígur um allt að 5 m tvisvar
á sólarhring, ætti að vera Ijóst, hvílíkir örðugleikar eru
á því að bera saman, eftir minni, meðalstöðu sjávar með
margra áratuga millibili. Slíkt er ekki hægt, nema breyt-
ingarnar séu mjög miklar, ekki minni en metri á 50 árum
eða svo. En í slíkum breytingum fælist, eftir líkum, 20 m
hækkun eða lækkun frá landnámstíð, og er fljótséð, að
það væri fjarstæða.
Um sjó í kjöllurum ætti heldur ekki að þurfa að skrifa
langt mál, þar eð hann er tæpast í neinu sambandi við
meðalstöðu sjávar, heldur stórflóð, sem stafa af fárviðri
af hafi samfara stórstreymi. Hitt er undarlegra, að í legu
f jörumósins er ekki fólgin nein sönnun fyrir landsigi, eins
og sýnt verður fram á síðar.
Orsökin til þess, að menn hafa, að minni hyggju, haft
rangar skoðanir um hreyfingar landsins, liggur vafalaust
í því, að strandbreytingar eru margþætt fyrirbrigði. Við
ströndina fer fram bæði niðurrif og upphleðsla og efnis-
færsla meðfram ströndinni. Ströndin færist fram eða aft-
ur allt eftir því, hvernig til hagar. En sumar þessara
breytinga geta við fyrstu sýn virzt benda til hækkana eða
lækkana landsins, þótt þær eigi ekkert skylt við slíkt.
Hér verður nú gerð grein fyrir helztu atriðunum, sem
taka verður tillit til við rannsókn á strandbreytingum, og
lýst þeim árangri, sem fengizt hefur.
II. Lands'pilling.
Dropinn holar steininn, segir gamalt máltæki, og það
er sagt, að fjörugrjót sé brimsorfið. Því er varla til að
dreifa, að menn hafi séð dropann hola steininn eða brimið
sverfa klettinn, heldur er þetta ályktun, dregin af athug-
unum, sem menn gera svo að segja daglega.