Skírnir - 01.01.1946, Side 171
Skírnir
Afstaða láðs og' lag'ar á síðustu árþúsundum
169
flóði og fyllir allar glufur, en um fjöruna frýs hann í
sprungunum að vetri til og liðar bergið í sundur. Stór-
brimin sópa síðan burt öllu lauslegu, og fyrr en varir hafa
klappirnar lækkað og brimgarðurinn færzt innar.
Milli Þjórsár og Ölfusár hafa orðið miklar breytingar
á ströndinni á síðari tímum af völdum stórbrima, eins og
áður var sagt. Nesin og eyjarnar í nágrenni Reykjavíkur
eru einnig mjög opin fyrir ágangi hafsins og hafa látið á
sjá. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er
þess getið um mjög margar af jörðunum á Seltjarnarnesi,
að sjór eyði þeim ört, og hið sama á við nú á tímum.
Snemma á öldum stóðu verzlunarhúsin í Reykjavík eða
Hólmakaupstað á Grandahólmunum vestan Örfiriseyjar,
eftir því sem talið er. Klemens Jónsson telur í riti sínu, Sögu
Reykjavíkur, að snemma á 17. öld hafi verzlunarhúsin
enn staðið í Hólmunum, en þá bráðlega verið flutt til Ör-
firiseyjar. En 1785, þegar Skúli landfógeti skrifar lýsingu
sína á Gullbringu- og Kjósarsýslu, segir hann, að allur
jarðvegur sé horfinn af Hólmunum, og sjór gangi yfir þá
á flóði. Hvort sem hér er rétt lýst eða eigi, þá er víst, að
jarðvegurinn, sem fyrir 300 árum virðist hafa þakið hólm-
ana, er horfinn. Og þegar þess er gætt, að berggrunnur
hólmanna er og hefur áður verið mjög lágur — hefur náð
óverulega upp fyrir meðalsjávarmál — er orsök þessarar
eyðingar ekki torskilin.
En brimið hefur gert miklu meira, og eru merki þess
augljós. Gera má ráð fyrir, að meðan jarðvegurinn þakti
hólmana, hafi grágrýtið undir honum haft slétt og jökul-
fágað yfirborð, eins og allar ósnortnar klappir hér í ná-
grenninu. Af þessu heflaða yfirborði eru nú eftir smá-
blettir á tveimur hæstu stöðum hólmanna, og er stærri
bletturinn aðeins um 20X20 m2. En meginhluti grágrýtis-
hellunnar hefur orðið fyrir feikilegu raski.
Hellan er þannig gerð, að hún er samsett af lóðréttum
stuðlum, sem eru 1—1,5 m í þvermál. Sjór og frost hafa nú
haft þá aðferð, að liða stuðlana hvern frá öðrum og brjóta
ofan af þeim 1-2 m langa búta. Á víð og dreif eru fallnir