Skírnir - 01.01.1946, Page 174
172
Trausti Einarsson
Skírnir
kunni að hafa orðið landsig. Til þess að skera úr um land-
hreyfingu, verður að nota allt önnur gögn en venjulega
landspillingu. Slík gögn má t. d. finna í strandflötum
ferskra strandlóna og opinna sjávarvoga.
III. Strandfletir.
Víða má meðfram vötnum sjá lárétta strandræmu, gerða
úr ónúnum, hvasshyrndum steinmolum eða flögum. Yfir-
borð ræmunnar er broti úr metra hærra en vatnsflötur-
inn. Að vatninu getur legið jökulmelur með eintómum
ávölum og núnum hnullungum í, en í strandræmunni er
þó enginn núinn steinn (1. mynd), eða hraun liggur að
//
//'
tiír/r/WW'^iz^l^t
1. mynd.
Strandflötur, sem frost hefur mótað i hraun við vatnsbakka.
Punktalínan sýnir upphaflegt yfirborð hraunsins.
vatninu og mætir strandræmunni í brotsári. I bæði skipt-
in er það ljóst, að öldugangur á vatninu hefur ekki skapað
strandræmuna, því að þá ættu steinarnir að vera vatns-
núnir. Og í fyrra tilfellinu er það einkum ljóst, að þau öfl,
sem hér eru að verki, vinna allt öðruvísi en öldur, þ. e.
kljúfa ávala hnullunga niður í hvassbrýnd brot. Hér kem-
ur enginn núningur til greina.
Myndun þessarar strandræmu er alveg Ijós í megin-
dráttum, það er frostið, sem vinnur við vatnsbakkann.
Það vinnur lítið eða ekki undir venjulegu vatnsborði, og
vatnsskortur hamlar frostsprengingu fjær vatninu eða
hátt yfir því, en rétt yfir vatnsfletinum er að staðaldri
vatn í öllum glufum vegna hárpípuaflsins, og þar er unn-
ið ósleitilega hverja frostnótt.
Strandræmum af þessu tagi hef ég t. d. veitt athygli á
Melrakkasléttu, þar sem þær eru við hvert vatn að heita