Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 176
174
Trausti Einarsson
Skirnir
ur. Hæðin er undir og yfir 1/2 m yíir vatnsborði. í gömlu
grónu hrauni (2) er strandflöturinn mjög skýr, einkum
á syðri staðnum, þar sem hraunið mætir vatninu. Breidd-
in er nokkrir metrar og hæðin i/>—% m. Flöturinn er mjög
gróinn. Þá sést hann enn með sömu hæð í miklu yngra, en
þó forsögulegu hrauni (4).
Þessar athuganir sýna greinilega hina föstu og ákveðnu
afstöðu flatarins til vatnsyfirborðsins. Yötnin á Melrakka-
sléttu og strandfletir þeirra ættu því að vera góðar heim-
ildir um hækkun eða lækkun þess landsvæðis, þegar, eins
og áður var lýst, vatnsborðið sýnir meðalsjávarborð.
Yið Hraunhafnarvatn og Harðbaksvatn eru strandfletir
skýrir og allt að 10 m breiðir, og ná þeir saman, þar sem
mjóst er á milli vatnanna. Hæð flatarins var 1/0-1 m vfir
vatnsborðinu í miðjum ágústmánuði 1946. I vorleysingum
kváðu vötnin vera samtengd, og flýtur þá sýnilega yfir
strandflötinn. En eftir því, er séð verður, er hæð flatar-
ins yfir meðalstöðu eða vetrarstöðu vatnsins, sem mesta
þýðingu hefur, mjög svipuð og við Mývatn.
Enginn strandflötur er skammt ofan við þann, sem hér
var lýst, og hefur vatnið og þar með sjórinn aldrei staðið
hærra en nú í tíð vatnsins. Hvort eldri strandflötur liggur
undir vatnsborði er ekki gott að segja, en ég sá að minnsta
kosti ekkert, er benti til þess. Hitt er ljóst, að núverandi
strandflötur hefur þurft óratíma, sennilega þúsundir ára
til að myndast, og af stöðu hans yfir vatnsborðinu verður
ekki betur séð en landið hafi staðið í stað, þannig að ekki
geti skeikað meiru en svo sem 14—1 m á þessum langa
tíma. — Strandfletir eins og þeir, sem hér um ræðir, eru
einnig við sjóinn, inni á þröngum víkum, þar sem aldan
er lítil, eða í þröngum sjávarlónum. Þannig er flöturinn
greinilegur í Skinnalónum. Hann er að nokkru leyti gró-
inn, og gengur sjór því ekki yfir hann að jafnaði, en í
stórflóðum flæðir þó yfir hann. Afstöðuna til meðalsjávar
hef ég ekki getað athugað nákvæmlega, en sá ekkert óeðli-
legt við hana.
Annar staður, sem ég hef athugað nokkru nánar, er á