Skírnir - 01.01.1946, Side 177
Skírnir
Afstaða láðs og' lagar á síðustu árþúsundum
175
Álftanesi við Skerjafjörð. Forsögulegt hraun, Garðahraun
eða Gálgahraun, hefur runnið þar í sjó fram austan í vík
þá, er Lambhúsatjörn heitir. Breiður strandflötur hefur
myndazt meðfram hrauninu, og mætir það fletinum í brot-
sári. Langur og breiður hrauntangi, sem Eskines heitir,
gengur fram úr aðalhrauninu, og hefur hann að mestu
verið kvarnaður niður og sléttaður. Flöturinn er mikið
gróinn, og er jarðvegurinn víða !/>-% m á þykkt. En þessi
flötur hefur einnig myndazt innan í djúpum bollum í
hrauninu, þótt þeir séu algerlega lokaðir frá sjónum. Skýr-
ingin er augljóslega sú, að sjórinn flæðir gegnum gljúpt
hraunið upp undir botn bollanna, og hér er sérstaklega
ljóst, að eingöngu frostið skapar þennan flöt, en ekki brim-
3. mynd.
Gróinn strandflötur í bolla í Gálgahrauni.
rót. Yfir 1/2 m þykkur jarðvegur liggur hér ofan á fletin-
um. Hæð flatarins er milli 2 og 3 m yfir meðalsjó, sem
sýnir, að hann er lítið eitt ofan við venjuleg flóðmörk.
Gróðurinn sýnir einnig, að venjuleg flóð ná honum ekki,
en hins vegar flæðir yfir í stórflóðum, eins og athugun
eftir slíkt flóð sýndi.
Ekki er fullvíst, í hvaða hæð svona flötur myndast yfir
venjulegu flóði. Hann getur þó í efsta lagi legið rétt yfir
meðalflóði, og sennilega liggur hann talsvert yfir meðal-
sjó. Ef það er rétt, eru takmörkin þröng — á milli rúmrar
meðalflóðhæðar og svo sem 1 m þar fyrir neðan. En eðli-
leg lega hans getur eins vel verið sú, sem strandflöturinn
í Gálgahrauni hefur til núverandi flóðstöðu. Nú er það
hins vegar ljóst bæði af þykkt jarðlagsins og stærð þessa
strandflatar, að þessi flötur er ævaforn, sennilega margra
þúsunda ára gamall. Þetta landsvæði hefði því hvorki náð