Skírnir - 01.01.1946, Síða 181
Skírnir
Afstaða láðs og' lagar á síðustu árþúsunduni
179
liggi frá Þjórsá og austur eftir allri suðurströndinni til
Hornafjarðar. Hæð hans á Rangársandi er gefin 2-4 m,
en þær hæðatölur virðast ekki geta gefið rétta mynd af
meðalhæð kambsins. Bak við kambinn stíflast Gljáin frá
Landeyjum til Holtsóss. Framan við Holtsós er hæðin 3-7
m. Á Mýrdalssandi er hæðin einnig 3-7 m. Fyrir Skeiðar-
ársandi eru 4—7 m algengar hæðatölur á kambinum og á
Breiðamerkursandi nær hæðin jafnvel 8-10 m, en vera
má, að hún miðist við roksandshóla.
Frá Breiðamerkursandi liggur óslitið rif, 35 km langt,
sem endar í Hornafjarðarósi, og er óslitið lón eða bleytur
að baki því, samtengt Hornafirði. Hæðin er víða 6-7 m
og breiddin víðast 3-500 m. Frá Hornafjarðarósi tekur
við annar tangi, 6-7 m hár, sem lokar Skarðsfirði. Fyrir
botni Lónsvíkur er 20 km löng og 2-300 m breið malar-
eyri, sem skörð eru í á tveim stöðum, og loks koma Star-
mýrarfjörur og Stapaey, sem loka Álftafirði og Hamars-
firði.
Um lón þau og firði, sem tangar þessir loka, er það að
segja, að þau eru öll mjög grunn, og því skiljanlegt, hvern-
ig tangarnir gátu myndast langt frá landi. Við suður-
strönd landsins hagar sérstaklega vel til fyrir myndun
þessara malarrifja. En annars staðar á landinu eru þau
víða, þótt í minni stíl sé, þar sem aðgrunnt er og ströndin
lág, eins og í fjarða- og flóabotnum.
Á Breiðdalsvík er Meleyri, á Vaðlavík Vaðlasandur og
stífla þessi eiði lón og leirur, og í Loðmundarfirði er enn
sams konai tangi. Þá er malarkambur fremst á Héraðs-
sandi, allt að 9 m hár (þessi hæð miðast ef til vill við fok-
sandshóla á kambinum). Nýpslón í Vopnafirði lokast af
Nýpssandi, Eiðisvatn á Langanesi af örmjóu malarrifi,
og sama er að segja um Kollavíkurvatn við Þistilfjörð.
Hæðatölur vantar því miður alveg á kortið. Beggja vegna
Kollavíkur eru miklir hamrar og hefur þaðan komið efnið
í hinn 1200 m langa granda, sem lokar innri hluta víkur-
innar. Innan við grandann er allt að 14 m dýpi og ferskt
vatn með miklum botngróðri.
12*