Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 182
180
Trausti Einarsson
Skírnir
Á MiðnorSurlandi má einkum nefna Ólafsfjarðarvatn,
Héðinsfjarðarvatn, Miklavatn í Fljótum og Höfðavatn á
Höfðaströnd, sem öll hafa myndazt vegna stíflugarða, sem
brimið hefur hlaðið. Eyrin, sem lokar Ólafsfjarðarvatni,
er 3-4 m á hæð, en tanginn framan við Miklavatn er allt
að 6 m, enda er hann myndaður fyrir opnu hafi. Frá Þórð-
arhöfða ganga tvö malarrif til lands, og liggur Höfðavatn
á milli þeirra.
Malarkamburinn á Þingeyrasandi virðist vera með
lægsta móti, aðeins 2 m eftir kortinu. Kann hann að vera
hærri að meðaltali, en hitt er ekki óeðlilegt, að kambur
fyrir botni Húnaflóa sé lágur.
Á Vestfjörðum hagar óvíða svo til, að strandlón geti
myndazt. Þó má nefna Fljótavatn og Rekavíkurvatn á
Hornströndum. (Rauðisandur er athyglisverður, en um
hann verður talað í öðru sambandi.)
Á Snæfellsnesi má nefna malarrif við Lárvaðal (3 m),
Máfahlíðarrif, Fróðárrif og Harðakamp (4 m) norðan á
nesinu framan til, þar sem opið er fyrir hafinu, Hraun-
landarif og Stakkhamarsnes (6 m) að sunnanverðu.
Á Mýrum eru skilyrði hentug til malarmyndana. Hefur
þar myndazt Gamlaeyri (3 m) og Akranes.
Loks má nefna Súlueyri, er lokar Leirvognum, og eru
þá taldar helztu myndanir af þessu tagi við strönd lands-
ins. En auk þeirra úir og grúir af smærri myndunum
sömu tegundar. Þær hafa fyrst og fremst gildi fyrir staða-
lýsingar, en í einstaka tilfellum gæti verið um almennari
þýðingu að ræða, og á ég þar helzt við það, að menn gætu
bent á breytingar, sem orðið hefðu á þessum myndunum,
annað hvort í tíð núlifandi manna, eða, með samanburði
við rit, frá fyrri öldum. Að sjálfsögðu væri jafnmikilvægt
að vita, að slíkar myndanir hefðu staðið óbreyttar öldum
saman.
Ég mun nú víkja að nokkrum smærri myndunum af
þessu tagi, fyrst í nágrenni Reykjavíkur, og athuga hvaða
upplýsingar þær geti gefið um landsig eða landris.
Inni í Hamragörðum er votlendisblettur eða tjörn bak