Skírnir - 01.01.1946, Síða 183
Skírnir Afstaða láðs og’ lagar á síðustu árþúsundum 181
við malarkamb, sem er 2—3 m á hæð, en um sögu þessa
svæðis er mér ekkert kunnugt.
Kirkjusandur er eiginlega flái í föstu bergi, sem gengur
með litlum halla undir sjávarmál. Upp á fláann hefur sjór-
inn ekið möl og sandi og gert úr kamb, sem er 3 m yfir
meðalsjó. Bak við kambinn myndast aflöng tjörn, sem
venjulega mun vatnslítil og fúl, enda heitir hún Fúlatjörn.
Um Fúlutjarnarlæk er talað í landamerkjaskýrslu frá því
um 1500,U og hefur tjörnin því verið í svipuðu ásigkomu-
lagi fyrir 450 árum og nú. Af þessu verður þó naumast
dregin nein ályktun um hæð sjávar. Hefði sjór hækkað á
tímabilinu, mundi malarkamburinn hafa færzt ofar á flá-
ann, og hefði tjörnin naumast misst einkenni sín við það.
Hins vegar ætti þó að mega segja, að sjórinn hefur ekki
lækkað á þessum tíma, því að ella mundi væntanlega eima
eftir af gömlum kambi, er stæði óeðlilega hátt og hefði
tjörnin bak við hann sennilega þornað alveg.
Eiðstjörn er 2 m yfir sjó og eiðið framan við hana 3 m.
Þessi tjörn ætti að vera næm fyrir breytingum á sjávar-
stöðu. Með hækkandi sjó lyftist grunnvatnið og þar með
yfirborð tjarnarinnar. Nú er land mjög flatt kringum
tjörnina, og mundi 1 m hækkun á sjó og grunnvatni stækka
hana mjög verulega. Um slíkar breytingar er mér ekki
kunnugt. Á hinn bóginn mundi tjörnin veslast upp við
landris, og hefði land staðið einum metra hærra en nú
fyrir nokkrum öldum, verður tæpast skilið, að tjörnin
hefði verið til þá, því að hún er miklu fremur mýri en
tjörn nú á tímum. Eiðstjarnarnafnið, sem er gamalt, virð-
ist mæla eindregið gegn því, að landið hafi sigið svo metr-
um skipti á seinni öldum.
Bakkatjörn er 1 m yfir sjó og kamburinn framan við
hana 3 m.
Seltjörn hét áður fremst á Seltjarnarnesi, milli Gróttu
og Suðurness, en þar er nú vík. Líklega hefur áður verið
malarrif milli Suðurness og Gróttu, sem nú er eytt, senni-
1) Sbr. Ól. Lárusson: Byggð og saga, 1944, bls. 104.