Skírnir - 01.01.1946, Page 184
182
Trausti Einarsson
Skírnir
lega af völdum landbrots. Hvarf Seltjarnar verður hins
vegar ekki skýrt með landsigi, því að malarrifið hlaut að
hækka með sjónum og hafa stöðugt 3-4 metra hæð yfir
hann, sbr. Bakkatjörn og Eiðstjörn. Sennilegast þykir
mér, að landbrot á Gróttu eða Suðurnesi hafi raskað jafn-
vægi, sem áður var, og hafi það haft í för með sér eyð-
ingu malarrifsins. Annars virðist Seltjörn hafa horfið
mjög snemma á öldum og sjór gengið inn í hana. Til þess
gæti bent, það sem segir í Reykjavíkurmáldaga frá 1379.
Þar segir, að kirkjan í Vík eigi „fjórðung reka í móts við
Nes, Engey ok Laugarnes utan Seltjörn ok Laugarlæk".
AGrðist þá hafa rekið í Seltjörn og tjörnin verið orðin að
vogi.
Loks er að minnast á Tjörnina í Reykjavík, en hún veitir
mikilvægar upplýsingar. Hún er bersýnilega gamall vog-
ur, sem gekk inn úr víkinni, þar sem nú er höfnin. En að
því hlaut að koma, að slíkur vogur lokaðist af möl, er flutt-
ist meðfram ströndinni og nam staðar í varinu. Og ein-
mitt þetta hefur gerzt, tjörnin er aðskilin frá sjó af lágu
eiði úr sjávarmöl.
Austurvöllur, sem stendur á þessari eyri, er 3 m yfir
sjó; hann hvílir á moldarlagi, sem er 1 m á þykkt. Undir
því tekur við lag úr lausri sjávarmöl og skeljasandi, 1—1,5
m á þykkt, en þar fyrir neðan er mýrarauði, sem þekur
þéttan, harðnaðan malarruðning. Malarkambur var áður
framan við Austurvöll, 3—4 m hár.
Lausamölin undir Austurvelli nær þá yfirleitt 2 m upp
fyrir núverandi meðalsjávarmál, en kamburinn fremst á
henni hefur haft þá hæð, sem venjuleg er hér um slóðir,
3-4 m. Hann er því sýnilega myndaður við núverandi
sjávarstöðu. En þegar þess er gætt, að meðan sjórinn var
að hlaða upp eyrina undir Austurvelli, þurfti hann að
ryðjast inn í þrönga vík og inn yfir grynningar, sem hin
eldri, harða botnmöl myndaði, verður ekki annað séð en
hæð eyrinnar sé einnig í eins fullu samræmi við núver-
andi sjávarstöðu og frekast verður á kosið. Jafnvel 1 metra
lægri sjávarstaða við myndun eyrarinnar en nú hefði gert