Skírnir - 01.01.1946, Síða 185
Skírnir
Afstaða láðs og' lagar á síðustu árþúsundum
183
það að verkum, að sjórinn hér inni á víkinni hefði orðið
að vaða inn yfir svæði, sem var 2 m yfir meðalsjó, og
hlaða þar ofan á 1 m þykka breiðu af möl, þar sem 3 m
er um það bil hin mesta hæð, sem hann kemur mölinni í
alveg fram við hafið, sbr. Eiðstjörn. Af þessu liggur næst
að álykta, að sjór gangi jafnhátt nú og þegar Miðbæjar-
eyrin myndaðist, en það var löngu fyrir landnámstíð.
Austurvöllur var tún Ingólfs, eftir því sem sagnfræðingar
telja. Enn má benda á það, að hefði land staðið hærra á
landnámstíð en nú, hefði lækurinn væntanlega verið meira
niðurgrafinn en síðast, er hann var frjáls, og tjörnin
minni. Veit ég ekki til, að neitt bendi á, að svo hafi verið.
Nú skal um stund vikið að öðrum þætti í starfi sjávar-
ins, sem aðeins lítillega hefur verið drepið á áður. Við
undangengna athugun á malarkömbunum var fyrst og
fremst á það litið, að brimið ryddi mölinni upp á land. En
venjulega fellur aldan sniðhallt á ströndina og ber mölina
þannig upp eftir fjörunni. Með útsoginu rennur nokkur
hluti malarinnar hornrétt niður fjöruna aftur og hefur
þannig flutzt langs eftir ströndinni. Þetta fyrirbrigði er
víða afar-þýðingarmikið. Hugsum oss sendna strönd, sem
liggur t. d. austur og vestur, og gerum ráð fyrir tíðum
austansjó. Mölin flyzt þá aðallega vestur eftir ströndinni.
Á sama hátt flyzt hún eftir öldufallinu inn með fjörðum,
og það eru ótrúleg kynstur, sem þannig flytjast meðfram
ströndinni. Ef klettur eða önnur fyrirstaða er í fjörunni,
krækir malarstraumurinn út fyrir, og getur þá myndazt
langur tangi hlémegin eða eyri, sem skagar fram.
Hinar einkennilegu evrar á fjörðunum á Vesturlandi
eru athyglisverðar í þessu sambandi. Flestar (eða allar)
eru þær myndaðar á þennan hátt. Sem dæmi má nefna
Skutulsfjarðareyri. Á ísafirði gengur stöðugur malar-
straumur inn með vesturlandinu. Þegar hann kemur að
eyrinni, sem bærinn stendur á og hann hefur áður hlaðið
upp, krækir hann út fyrir hana og myndar loks langan,
hlykkjóttan odda inn frá eyrinni, sem teygir sig æ lengra
og lengra inn í fjörðinn og stofnar innsiglingunni nú í