Skírnir - 01.01.1946, Page 186
184
Trausti Einarsson
Skírnir
hættu. Hve hratt tanginn lengist, veit ég ekki, en fyllsta
ástæða virðist vera, að honum séu gefnar sem nánastar
gætur. En auk þess mætti hlaða reynsluvarnargarð norð-
an á eyrinni, er stöðvaði mölina í bili, til þess að það kæmi
í ljós, hve mikið berst að af henni. í því sambandi má
benda á það, að á eyrinni, sem Reykjaskóli í Hrútafirði
stendur á og er af sama uppruna og ísafjarðareyrin, var
gerð bryggja ein lítil fyrir nokkrum árum. Hún hefur
stöðvað malarstrauminn inn með eyrinni með þeim afleið-
ingum, að fjaran stendur nú um 20 m framar utan við
bryggjuna en innan við hana.
Svipað hefur orðið uppi á teningnum á Húsavík og
Sauðárkróki og víðar, þar sem hafnarmannvirki hafa ver-
ið reist. Malarstraumurinn er víða gífurlegur, og er hann
þáttur, sem hvorki er hægt að ganga fram hjá, þegar
hafnarmannvirki eru gerð, né heldur ef menn hafa hug á
meira landrými á malareyrum. Nákvæmar rannsóknir
þyrftu að fara fram á malarstraumnum á ýmsum mikil-
vægum stöðum á landinu, og væri það ekki sízt hlutverk
þeirra stærri bæja að gangast fyrir því, sem beinlínis eiga
þessu fyrirbrigði tilveru sína að þakka.
Eitthvert helzta dæmið um landsköpun malarstraums-
ins hér við land ætla ég að sé Rauðisandur. Þetta lága
sandflæmi, sem er 15-20 km2 að stærð, liggur í krók, sem
verður í hamraströndina vestan Skorar. Efnið er sýnilega
allt aðflutt, en engri á er til að dreifa, sem hefði getað
borið það fram, og hefur sjórinn flutt það inn með strönd-
inni allt frá Látrabjargi eða jafnvel lengra að. Malar-
straumurinn hefur eðlilega numið staðar í þessum krók. —
Annað hliðstætt dæmi er Vík í Mýrdal, og er mér sagt, að
mikil landaukning eigi sér þar stað með aðfluttu efni
austan að.
Sand- eða malarflutningur fer einnig fram á grunnsævi
framan við ströndina, og munu sjávarföll og straumar
einkum valda því. Athugull formaður frá Patreksfirði hef-
ur sagt mér, að sjómenn þar vestra veiti því athygli, að